Search
Kæru foreldrar og forráðamenn
Þá er komið að seinasta fréttabréfi fyrir sumarfrí.
Starfsfólk Eldheima eru öll sammála því að það hefur gengið vonum framar að sameina krakka í 3.-4.bekk Vallaskóla, Stekkjaskóla og Sunnulækjaskóla í safnfrístundina Eldheima. Það er ótrúlega magnað að sjá krakkana kynnast og leika saman úr öllum þremur skólunum og við getum ekki beðið eftir að halda áfram í haust.
Við þökkum kærlega fyrir traustið og tækifæri til að sýna fram á hvað við höfum fram að færa sem öflug viðbót við þau æðislegu frístundaheimili sem fyrir voru hér í Sveitarfélaginu…
Sumarfrístundarnámskeið Eldheima eru í boði í 6 vikur í sumar og er hver vika fyrir sig með visst þema.
Fyrsta námskeiðið hefst þann 10. júní n.k. Hver vika verður skipulögð fyrir sig og mun plan fyrir komandi viku ávallt koma inn vikunni áður í tölvupósti til foreldra barna sem eru skráð svo hægt verði að sjá gróft plan á komandi viku.Það verður mikil útivera í sumar og er því mikilvægt fyrir foreldra og forráðamenn að skoða plan vikunnar svo börnin mæti ávallt með föt eftir veðri og sundföt þegar á því þarf að halda. Börnin þurfa að hafa með sér 3 skammta af nesti alla daga,…
Tónlistarskóli Árnesinga býður uppá fjölþætt nám, þ.e.: - Suzukinám fyrir nemendur sem byrja 3-5 ára, - klassískt nám fyrir 6 ára og eldri, - rytmískt nám fyrir 8/9 ára og eldri, - söngnám fyrir 10-15 ára sem kallast Söngfuglar og - einsöngsnám fyrir 16 ára og eldri. Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla. Framboð er þó breytilegt milli kennslustaða. * Sjá nánar á heimasíðu tónlistarskólans: www.tonar.is - Námsframboð UMSÓKN UM SKÓLAVIST - Sótt er um rafrænt á heimasíðu Tónlistarskóla Árnesinga, www.tonar.is. - Smellið á:…
Æfingar fyrir byrjendur - vetur 2024-2025 í Íþróttahúsi Vallaskóla (sept - maí):
þriðjudagar 15:00 - 16:00
fimmtudagar 17:15 - 18:15
Aldursskipting er almennt 8-14 ára í byrjendahópnum í borðtennis, en samt ætlað fyrir alla aldurshópa. Góð blanda af léttum borðtennisæfingum og frjálsum leik. Lánsspaðar í boði sem og kúlur. Mæta í íþróttafötum og íþróttaskóm.
Æfingar fyrir lengra komna (ekki byrjendur) - vetur 2024-2025 í Stekkjaskóla (sept - maí):
mánudagar klukkan 16:00 - 18:00
þriðjudagar klukkan 16:30 - 18:30
fimmtudagar klukkan 15:00 - 17:00
Aldursskipting er almennt 12-18 ára í lengra…
Frjálsíþróttaæfingar veturinn 2024-2025
Hópur 1: Fædd 2017 – 2019 (Verð fyrir allan veturinn er 59 000kr)
Mánudaga kl. 16 - 17 í Selfosshöllinni
Miðvikudaga kl 16 - 17 í Selfosshöllinni
Þjálfari: Hildur Helga Einarsdóttir , s:868-1576. Æfingar hefjast mánudaginn 4.september kl 16.
Hópur 2: Fædd 2015 – 2016 (Verð fyrir allan veturinn er 70 000kr)
Mánudaga kl. 16 - 17 í Selfosshöllinni
Miðvikudaga kl 16 – 17 í Selfosshöllinni
Fimmtudaga kl 16:30-17:30 í Selfosshöllinni
Þjálfari: Hildur Helga Einarsdóttir, s:868-1576. Æfingar hefjast mánudaginn 4.september kl 16.
Hópur 3: Fædd 2013-2014…
Á haustönn 2024 bjóðum við upp á eftirfarandi námskeið:
- Barnadans fyrir 4-5 ára
- Jazzballett fyrir 6-16 ára
- Leiklist fyrir 9-15 ára
- Fullorðinstímar fyrir 30 ára og eldri
Nemendur í jazzballett 6-16 ára geta svo valið um að bæta við sig valtímum og æft 2-5x í viku. Einnig geta nemendur 9-16 ára sótt um að komast í keppnislið skólans, TeamDansakademían.
Markmið okkar er að skapa gott og skapandi umhverfi fyrir nemendur á hvaða getustigi sem er til að vaxa og dafna. Við viljum skapa stuðningsríkt samfélag í kringum Dansakademíuna, þar sem maður eignast nýja vini og skapar ævilangar…
Sunddeild umf. Selfoss býður upp á æfingar fyrir alla aldurshópa:
Æfingar fyrir börn og unglinga frá 7 ára aldri eru sem hér segir:
Æfingarnar hjá koparhópi verða á mánudögum og miðvikudögum:
Þjálfari Guðbjörg Hrefna Bjarnadóttir
7 ára fædd 2017 kl 13:45-14:30
8 ára fædd 2016 kl 14:30-15:15
9 ára, fædd 2015 (2014 velkomin) kl 15:15-16:00
Bronshópur fyrir iðkendur 10-12 ára (2012-2014)
Þjálfari: Magnús Tryggvason
Mánudaga kl. 15:15-16:30
Miðvikudaga kl. 15:15-16:30
Föstudaga kl. 16:00-17:15 / Laugardaga 9:30-10:30
Silfurhópur fyrir iðkendur 12-14 ára (2010-2012)
Þjálfari: Magnús Tryggvason…
Fjölskylduskátar
Fjölskylduskátar eru nýjung í skátastarfi Fossbúa, ætluð fjölskyldum barna undir 10 ára aldri. Yfirskrift fjölskylduskáta er ævintýri, náttúra og samvera. Fullorðnir og börn eiga samverustundir í náttúrunni með það markmið að styrkja fjölskyldutengsl og efla sjálfstæði barnanna. Foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir taka virkan þátt í dagskrá hvers fundar og leysa fjölbreytt verkefni af hendi sem fjölskylda. Dagskráin er miðuð út frá getu barna á aldrinum 3-9 ára en eldri og yngri systkini eru velkomin með.
Tveir fundir eru í mánuði kl. 10:30-12:00 og byrja í Glaðheimum,…
Yfirþjálfari og umsjónarmaður yngri flokka:
Árni Þór Hilmarsson
arnithorhilmars@gmail.com
849-3870