Search
Vika6 er sjötta vika hvers árs. Í þeirri viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Leikskólum, frístundaheimilum og öðrum sveitarfélögum er hjartanlega velkomið að taka þátt í Viku6 eftir því sem á við og hentar hverjum og einum.
Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir Viku6 en unglingar borgarinnar kjósa þema á hverju ári. Unnið er útfrá hugmyndum um alhliða kynfræðslu. Þemað í ár er samskipti og smabönd. Það er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í Zelsíuz í vikunni. Kynfræðsla, tabú,…
Í janúar lögðum við í Bjarkarbóli áherslu á samfélagslæsi. Það tókst svo vel að okkur langar einnig að taka fyrir heilsulæsi. Það er kalt í veðri og minna um útiveru en vanalega, en þá er tilvalið að hreyfa sig meira innandyra. Heilsulæsi er mikilvægt og felur í sér að börn tileinki sér þekkingu og hæfni til þess að afla sér upplýsinga og nota þær til heilsueflingar. Helstu áhersluþættir heilbrigðis eru meðal annars jákvæð og raunsönn sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld og andleg vellíðan. Hér fyrir neðan eru ýmsar upplýsingar um það starf sem við munum leggja áherslu á í febrúar og…
Gleðilegan nóvember kæru foreldrar/forráðamenn barna í safnfrístundinni Eldheimum.
Hérna koma fréttir fyrir október mánuð.
Við erum byrjuð að fara í Sandvíkursalinn/júdósalinn á þriðjudögum og miðvikudögum og heimilisfræðistofuna að baka á föstudögum og krakkarnir eru að elska það.Opnunarhátíð á samvinnuverkefninu „Barnabókahetjur heimsins“ var núna 19.október, en október er einmitt Menningarmánuður í Árborg.
Barnabókmenntir þeirra þjóða sem eiga fulltrúa í sveitarfélaginu Árborg verða kannaðar með það að markmiði að finna hverjar eru helstu hetjur og andhetjur í…
Danskeppni Samfés fór fram í Garðaskóla föstudaginn 26. janúar. Ylfa, Edda Ríkey og Bylgja Hrönn tóku þátt fyrir hönd Zelsíuz. Þær dönsuðu frumsaminn dans við lagið toxic með Britney Spears. Ylfa og Bylgja voru síðan með annað atriði við lagið Way down we go með Kaleo.
Þær stóðu sig með prýði!
Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn, vikuna 26. febrúar-1. mars. Markmiðið með vikunni er að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg. Forvarnarteymi Árborgar vill hvetja stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins til þess að vera með og gera þessa hátíð að litríkri og skemmtilegri viku. Síðustu ár hefur vikan gengið vonum framar og fjöldi fyrirtækja tekið þátt. Það mátti sjá regnbogakökur, regnbogablómvendi, hinsegin fánunum var flaggað, regnbogaskrauti var komið fyrir inn í fyrirtækjum og út í gluggum og svo lengi mætti telja. Mikil eftirvænting ríkir fyrir…
Söngkeppni Samzel var haldin 26. janúar í Zelsíuz. Sigurvegari Samzel kemst áfram í USSS (undankeppni söngkepnni Samfés á Suðurlandi).
Það er mikið af hæfileikaríku ungu fólki sem við eigum í Árborg og voru það fimm atriði sem tóku þátt í Samzel þetta árið. Það var hljómsveitin Guillotine með Fannari Þór á hljómborði, Björgvini Svan á rafmagsgítar og söng, Hrafnari Jökli á rafmagnsgítar, Jökli Smára á trommum ásamt Ragnari Má á bassa og tóku þeir lagið Heaven and Hell. Bryndís Embla tók lagið One of us með ABBA. Vigdís Anna tók lagið Slipping through my fingers með ABBA.…
USSS - Undankeppni Söngkeppni Samfés á Suðurlandi verður haldin í Þorláksföfn, föstudaginn 15.mars. Hildur Hermannsdóttir ásamt Ragnari, Björgvini, Hrafnari og Jökli taka þátt í keppninni fyrir hönd Zelsíuz. Við munum fara með um 60 unglinga á viðburðinn.
Bollu- og öskudagur
Við fögnuðum auðvitað bolludeginum þar sem við fengum okkur bollur og bjuggum til bolluvendi í Listasmiðjunni. Síðan var það öskudagurinn sem heppnaðist afar vel, en við byrjuðum daginn á að leyfa börnunum að slá köttinn úr tunnunni, ásamt því að við buðum upp á andlitsmálningu. Síðan fengu þau að fara í “búðir” og syngja fyrir nammi. Við vorum með Bónus, Árvirkjann, Flying Tiger og Slippfélagið þar sem starfsmenn okkar stóðu vaktina með prýði. Að lokum var Just Dance fyrir þá sem vildu. Okkur þótti ótrúlega gaman að fagna deginum með börnunum og vonum að þau…
Hinsegin vika Árborgar verður haldinn 26. janúar til 1. mars og er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldinn í sveitarfélaginu. Markmiðið með vikunni er að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg. Félagsmiðstöðin Zelsíuz hefur tekið þátt í vikunni undanfarin ár og er þetta ár enginn undantekning.
Dagskrá Zelsíuz fyrir 8.-10. bekk í hinsegin vikunni samanstendur af kahoot og spjalli um hinseginleikan, auk þess horfum við á vinsælu RuPaul's Drag Race þættina. Í 10-12 ára starfinu okkar verður hinsegin spurningakeppni á dagskrá þar sem farið er yfir ýmis hugtök sem tengjast…