Search

Listasmiðjan  Listasmiðjan okkar er opin þrisvar sinnum í viku og þar eru alltaf ýmis skemmtileg verkefni í boði. Það vinsælasta þennan mánuðinn var brúðugerð. Þá útbjuggu börnin brúður og settu upp glæsilegar brúðuleiksýningar fyrir okkur.   Útivera Það hefur verið mikið um útiveru þennan mánuð og oft eru öll börnin úti ásamt öllu starfsfólkinu. Viljum við því minna á að hægt er að hringja í síma 848-8620 ef þið fáið ekki svar hjá 1 & 2 bekk. Umsóknir fyrir næsta skólaár  Búið er að opna fyrir umsóknir í frístund fyrir skólaárið 2024-2025.…
SamFestingurinn samanstendur annars vegar af tónleikum og balli á föstudegi þar sem fjöldi vinsælla tónlistarmanna koma fram og hins vegar af söngkeppni Samfés á laugardegi þar sem ungir efnilegir tónlistarmenn stíga á svið. Alls voru um 4500 ungmenni sem sóttu viðburðinn víðsvegar af landinu og fulltrúar 120 félagsmiðstöðva ásamt 300-400 starfsmanna. Öll ungmenni sem sóttu viðburðinn fengu Sjúkást fræðslu sem fjallaði um jafnvægi í samskiptum, mörk og samþykki. Fræðslan er samstarfsverkefni Samfés og Stígamóta. Það hefur verið mikil eftirvænting og spenna fyrir…
Nú styttist í sumrið og við hér í Bjarkarbóli viljum minna á sumarfrístundina. Hér fyrir ofan má sjá hvernig vikurnar eru settar upp hjá okkur. Sumarfrístund hefst 10. júní og verður til og með 12. júlí. Við lokum svo í 4 vikur og hefjum starfsemi aftur þann 12. ágúst. Athugið að aðlögunarvikan 12-21. ágúst er aðeins fyrir börn fædd 2018. Börn fædd 2016 og 2017 þarf að skrá í leikjaviku í safnfrístundinni Eldheimum. Fyrirkomulagið Sumarfrístund verður opin frá kl. 9:00-16:15 mánudaga til fimmtudaga en hægt er að greiða fyrir viðbótarstund frá kl. 8:00 - 9:00. Á…
Nú fer skólaárinu fljótt að ljúka og viljum við þakka börnunum, ásamt foreldrum/forráðamönnum fyrir ánægjulega samveru og gott samstarf. Við erum full tilhlökkunar fyrir sumarstarfinu og vonumst til að sjá sem flest börn þar. Lengd viðvera Þann 6. júní næstkomandi verður lengd viðvera hjá okkur hér í Bjarkarbóli. Þá er opið frá kl. 8:00-16:15. Eins og vanalega þarf að skrá börnin á þessa daga inni á Völunni og gott er að gera það tímalega þar sem skráning lokar þriðjudaginn 4. júní kl. 12. Starfsdagur Þann 7. júní er lokað hjá okkur vegna starfsdags. Sumarstarfið…
Okkur í Eldheimum langaði að þakka kærlega fyrir seinustu mánuði. Við erum bara rúmlega þriggja mánaða frístundaheimili en finnst starfið okkar ganga vonum framar og erum mjög þakklát fyrir alla þolinmæði sem þið hafið sýnt okkur á meðan við byggjum upp frábæra starfsemi. Þetta er vissulega ævintýri að sameina 3 skóla undir einu þaki og mun aldeilis vera langhlaup en ekki spretthlaup að pússa okkur öll saman. Desember mánuður fór að miklu leyti í að skreyta og njóta saman. Í desember mánuði vorum við líka með Góðgerðardag með nágrönnum okkar í Kotinu þar sem foreldrar og…
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Eldheimum Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það liðna :) Nú er starfsemi rólega að fara af stað aftur og það gleður mig að segja að Pokémon klúbbburinn sem margir krakkar báðu um er aldeilis að slá í gegn! Við höldum síðan áfram með júdósalinn tvisvar í viku og heimilisfræðistofuna á föstudögum þegar við getum. Börnin hafa alltaf möguleika á að koma með hugmyndir að klúbbum og öðru sem þeim langar að gera þannig það er margt framundan. Þar á meðal má nefna íþróttaklúbb, textílklúbb og líklegast Origami smiðju. Í janúarmánuði fór…
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í 3.-4. bekk Nú er komið að fréttabréfi Eldheima fyrir febrúarmánuð Lengd viðvera 1. - 2. febrúar Febrúarmánuður hófst á lengdri viðveru dagana 1. og 2. febrúar. Þá daga var farið í skemmtilega leiki og borðaður góður matur. Regnbogavika Árborgar Regnbogavika Árborgar, sem stendur yfir núna síðustu vikuna í mánuðinum,fór mjög vel fram. Við hengdum upp fallega regnboga fánann og krakkarnir eru búnir að fá að skreyta gluggana sem og rýmin sem við höfum með regnbogalituðum myndum sem þau hafa litað. Þeir krakkar sem vildu gátu teiknað…
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Eldheimum Mars mánuður er kominn og farinn og var hann ansi rólegur hjá okkur. Við föndruðum aðeins fyrir páskana og reyndum að fara út að leika í þau fáu skiptið sem veðrið hefur heillað krakkana nóg til að vilja fara út. Í mars vorum við með eina kaffitímakosningu, þar sem krakkarnir geta valið á milli 3-4 bakkelsa til að hafa í kaffitíma á föstudegi. Í þetta skiptið var valið á milli ostaslaufu, kanilsnúða, kleinu eða pizzasnúða og báru kanilsnúðar hiklaust sigur úr býtum. Við höldum áfram á fljúgandi siglingu að reyna að byggja upp…
Góðan dag og gleðilegt sumar! Nú er aldeilis farið að birta til og hlýna og við Eldheimabúar erum svo sannarlega að nýta okkur góða veðrið! Hún Martha sjálfboðaliði sem er hjá okkur er búin að vera að gera magnaða hluti með krökkunum og mun halda því áfram. Við skelltum okkur í ferð á bókasafn Árborgar þar sem við hittum starfsmenn bókasafnsins og fengum að vita hvernig gengi með verkefnið Barnabókahetjur heimsins. Þið hafið eflaust mörg hver rekist á ýmsar furðuverur á Vor í Árborg skrúðgöngunni. Þar voru alls kyns furðuverur á ferðinni í tengslum við þetta verkefni ásamt…