Um Stjörnusteina

Frístundaheimilið Stjörnusteinar er frístundaheimili fyrir börn í 1.- 4. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka á Stokkseyri sem hefur starfað síðan árið 1997. Stjörnusteinar hafa aðstöðu sína í gamla skólahúsnæðinu á Stokkseyri við Stjörnusteina 2 og er þar pláss fyrir 35 börn.

Stjörnusteinar

Aðstaðan

Stjörnusteinar er staðsett við Stjörnusteina 2 á Stokkseyri. Það húsnæði skiptist upp í þónokkur rými, þar að meðal rými fyrir börnin undir leik og starf, heimilisfræðistofu, lítið leikhús og spilarými sem er samnýtt með skólanum og félagsmiðstöðinni Zelsíus. Umhverfis húsnæðið er skólalóð með ýmsum leiktækjum sem einnig er nýtt í starfi.

Starfsemi

Starfsemi í Frístundaheimilinu Stjörnusteinum hefst kl. 13:10 alla daga eftir hefðbundna skóladaga og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn.

Í Stjörnusteinum er dagsskrá byggð á svokölluðu valtöflukerfi þar sem börnin velja sjálf rými til þess að leika sér í tiltekinn tíma. Börnin fá að velja sér stöð eða smiðju þrisvar yfir daginn.