Kletturinn hóf starfsemi sína í byrjun október 2021 og hefur aðsetur í Pakkhúsinu við Austurveg 2A. Hlutverk Klettsins er að bjóða grunnskólanemendum í 5.-10. bekk sem þurfa á sértækum stuðningi að halda uppá skapandi frístundastarf að hefðbundnum skóladegi loknum. Lögð er áhersla á að bjóða börnum uppá fjölbreytt starf sem hentar hverjum og einum ásamt því að efla félagslegan þroska þar sem þeim er mætt með virðingu og hlýju. Í Klettinum fá börn og unglingar tækifæri til að blómstra þar sem þau hafa styrkleika og lögð er áhersla á að auka sjálfsöryggi þeirra