Search

Fimleikadeild Selfoss er með íþróttaskólanámskeið fyrir 0-5 ára, Krílatíma fyrir 4-5 ára, almenna grunnfimleika fyrir 6-7 ára og hópfimleima fyrir 8 ára og eldri. Að auki bjóðum við upp á Fullorðinsfimleikanámskeið. Deildin er með glæsilega jólasýningu á ári hverju, auk Minningarhátíðar Magnúsar Arnars í lok maí sem allir iðkendur taka þátt í. Skráning og æfingatímar á Abler; www.abler.io/shop/umfs/fimleikar
Félagshesthús Sleipnis og Katrínar Opnað hefur verið fyrir umsóknir í félagshesthús Sleipnirs fyrir tímabilið 23. sept-13.des 2024 Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 11. til 16. ári á starfsárinu 2024 sem eiga ekki hest en vilja komast inn í hestamennskuna og kynnast félagsstarfinu. Lögð er áhersla á að nemendur læra grunnin á hestamennsku og fá kennslu frá menntaðum reiðkennara í hverjum tíma. Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem hafa ekki aðgang að hesti og búnaði. Á námskeiðinu fá nemendur m.a. tækifæri til að umgangast hestana í hesthúsinu, taka þátt í daglegri…
Fréttasafn Image 30.
Unglingaráð Zelsíuz skipuleggur og leikur í árlegu Draugahúsi sem er opið fyrir unglinga í 8. - 10. bekk
Opið fyrir öll í 7. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla, BES og Stekkjaskóla í Zelsíuz. 
Opið fyrir öll í 7. bekk Vallaskóla, Sunnulækjarskóla, Stekkjaskóla og BES í Zelsíuz.
Tímarnir henta öllum - Lögð er áhersla à liðleikaæfingar, styrktaræfingar, liðlosun, jafnvægisæfingar, gleði og hamingju :) Tímarnir eru à þriðjudögum og föstudögum kl 10. Hver tími er ca 40 mínútur og kostar kr. 750.- Allir velkomnir í Fèlagsaðstöðu Eldri borgara í Grænumörk.
Forvarnardagurinn verður haldinn 2. október um land allt að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Landlæknisembættið, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Bandalag íslenskra skáta. Líkt og undanfarin ár verður 9. bekkingum í Sveitarfélaginu Árborg boðið upp á sameiginlega dagskrá, sem unnin er í samstarfi  BES, Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Umf. Selfoss og félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz.
Í samstarfi við Fríska Flóamenn hafa verið kortlagðar göngu- og hlaupaleiðir um Selfoss og nágrenni. Flestar leiðirnar hefjast eða enda við Sundhöll Selfoss, en þar er einnig hægt að finna yfirlitskort. Unnið er að uppfærslu á leiðum og verða nýjar göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir færðar inná kortið. Með því að ýta á vefslóð kemur upp kort með göngu og hlaupaleiðum.