Gjaldskrá

Frístundaheimili Árborgar notast við skráningarkerfið Vala. Þar er hægt að sækja um vistun í frístund. Inni á foreldraaðgangi Völu er hægt að breyta vistunartíma, skrá tómstundir barna og fleira.

Gjalskrá vetrarstarfs

Þjónusta Þáttaka Hressing Samtals
Vistun 5 daga 20.234 5.843 26.077
Vistun 4 daga 16.500 4.678 21.178
Vistun 3 daga 12.736 3.500 16.236
Vistun 2 daga 8.986 2.355 11.340
Vistun 1 dag 5.222 1.192 6.414
Lengd viðvera 3.312 3.312
Lengd viðvera er gjald á dag fyrir þjónustu nýtta milli 08:00-13:00 á starfs- og foreldradögum ásamt jóla- og páskafríum.

Systkinaafsláttur

Systkinaafsláttur gildir á milli leikskóla, frístundar, lengdrar viðveru og dagforeldra. Systkinaafsláttur er 50% með öðru barni, 75% með þriðja barni og 100% með fjórða barni. Afsláttur reiknast alltaf á elsta barnið. Einungis er veittur afsláttur af vistunargjaldi í frístund. Skilyrði er að hafa sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá.

Lengd viðvera

Ef þjónusta er nýtt kl. 8:00-13:00 á foreldradögum og starfsdögum skóla þarf að greiða
fyrir það 3.312 kr. á dag og er þá talað um lengda viðveru. Óskað er eftir sér skráningu
þessa daga. Einnig er hægt að skrá þau börn eftir hádegi sem ekki eru skráð í vistun þann
vikudag og greitt sérstaklega fyrir. Skráning á langa daga er bindandi og ekki er veittur
systkinaafsláttur af viðbótarvistun þessa daga.

Breyting á vistun

Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst—júní). Ef segja á upp eða breyta vistun þarf það að gerast í seinasta lagi 19. hvers mánaðar og tekur uppsögnin eða breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót eftir að óskað er eftir uppsögn eða breytingu. Það sama gildir um skráningu nýrra barna.