Gjaldskrá

Frístundaheimili Árborgar notast við skráningarkerfið Vala. Þar er hægt að sækja um vistun í frístund. Inni á foreldraaðgangi Völu er hægt að breyta vistunartíma, skrá tómstundir barna og fleira.

Gjalskrá vetrarstarfs

Þjónusta Þáttaka Hressing Samtals
Vistun 5 daga 18.152 5.241 23.392
Vistun 4 daga 14.802 4.197 18.999
Vistun 3 daga 11.425 3.140 14.566
Vistun 2 daga 8.061 2.112 10.173
Vistun 1 dag 4.684 1.070 5.754
Lengd viðvera 2.723 2.723
Lengd viðvera er gjald á dag fyrir þjónustu nýtta milli 08:00-13:00 á starfs- og foreldradögum ásamt jóla- og páskafríum.

Systkinaafsláttur

Systkinaafsláttur gildir á milli leikskóla, frístundar, lengdrar viðveru og dagforeldra. Systkinaafsláttur er 50% með öðru barni og 100% með þriðja barni. Afsláttur reiknast alltaf á elsta barnið. Einungis er veittur afsláttur af vistunargjaldi í frístund. Skilyrði er að hafa sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá.

Lengd viðvera


Lengd viðvera er í boði flesta starfs-og foreldradaga skólans en þá býðst skráðum þátttakendum að nýta frístund allan daginn. Einnig er lengd viðvera í boði í kringum jól og páska. Skrá þarf sérstaklega þessa daga og miðast gjaldið við tíman fyrir hádegi. Skráðir forráðamenn fá tölvupóst þess efnis þegar opnað hefur verið fyrir skráningu í lengda viðveru. Einnig er hægt að skrá þau börn eftir hádegi sem ekki eru skráð í vistun þann vikudag og greitt sérstaklega fyrir. Skráning í lengda viðveru er bindandi og ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun þessa daga.
Athugið að lokað er í haustfríi, vetrarfríi, á starfsdögum og rauðum dögum.

Breyting á vistun

Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst—júní). Ef segja á upp eða breyta vistun þarf það að gerast í seinasta lagi 19. hvers mánaðar og tekur uppsögnin eða breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót eftir að óskað er eftir uppsögn eða breytingu. Það sama gildir um skráningu nýrra barna.