Search
Það verður gistinótt í Zelsíuz fimmtudaginn 28.desember. Fjölbreytt dagskrá verður í boði alla nóttina. Það þarf að sækja um á viðburðinn og úthlutað verður plássum.
Félagsmiðstöðin Zelsíuz í samvinnu við velferðarþjónustu Árborgar hefur lyft grettistaki við að rjúfa félagslega einangrun barna og unglinga og stuðla að því að þeir verði virkir þátttakendur í félagsstarfi
Frá því að samstarfsverkefnið hófst árið 2016 hafa um 70% barna eða unglinga sem sótt hafa úrræðið skilað sér inn í frekara félagsstarf.
Verkefnið sýnir vel hvað þverfaglegt samstarf í anda nýrrar löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsæld barna er mikilvægt til að koma til móts við börn og unglinga, eins snemma og unnt er.
Þetta er í fyrsta sinn sem…
Adam Logi arnarsson 9.bekkur VallskóliAdrían Elí Mikaelsson 9.bekkur VallskóliAlexander Máni Hlynsson 8.bekkur VallskóliAlexandra Edda Kristjansdóttir 9.bekkur Vallskóli Alicja Anna Orell 9.bekkur VallskóliAndrea Sjöfn Atladóttir 9.bekkur Vallskóli Aníta Sif Víðisdóttir 9.bekkur SunnulækjarskóliArna Steinarsdóttir 10.bekkur SunnulækjarskóliAþena Guðrún þórey Grétarsdóttir 10.bekkur Sunnulækjarskóli Auðunn Logi 8.bekkur SunnulækjarskóliBaltasar Karlsson 8.bekkur Sunnulækjarskóli Björgvin Gunnar Héðinsson 8.bekkur SunnulækjarskóliDagur Þór Helguson 9.bekkur Sunnulækjarskóli Dilja Dögg…
Desember hefur verið viðburðarríkur hjá okkur í Bjarkarbóli. Börnin hafa eytt miklum tíma í listasmiðjunni okkar þar sem þau hafa gert ýmis verkefni fyrir jólin.
Næstu daga verður lengd viðvera vegna jólafrísins. Við leggjum mikið upp úr því að börnunum líði vel hjá okkur og geti valið eitthvað sem þeim þykir gaman að gera. Við verðum því með fjölbreytta dagskrá þar sem við bjóðum meðal annars upp á jólabíó, piparkökuskreytingar, jólakortagerð, listasmiðju, Just Dance og ýmis konar útiveru. Að gefnu tilefni viljum við ítreka að frístundabílnum er ekki ekið í…
Í janúar ætlum við í frístundaheimilinu Bjarkarbóli að hefja verkefni tengd samfélagslæsi. Við ætlum að fara af stað með ýmis klúbba og verkefni með það að markmiði að auka samfélagslæsi barnanna. Við viljum endilega kynnast uppruna allra barnanna ásamt því að fræðast um önnur lönd og þá fjölbreyttu menningu sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Við viljum að foreldrar/forráðamenn geti fylgst með því sem við ætlum að gera og því munum við fara hér yfir nokkur þeirra verkefna sem við ætlum að fara af stað með í janúar.
Orð vikunnar á öllum tungumálum
Tilvalið er að fá…
Fimmtudaginn 28. desember fór fram hin árlega uppskeruhátíð fræðslu- og frístundarnefndar Árborgar. Þó nokkur fjöldi fólks var mættur til þess að fagna með því flotta íþróttafólki sem við höfum hér í Árborg.
Feðginin í Fljúgandi villisvín opnuðu hátíðina með glæsilegu tónlistaratriði en í kjölfarið hélt Brynhildur Jónsdóttir formaður fræðslu- og frístundarnefndar setningarræðu.
Hvatningarverðlaunin þetta árið hlaut Félagsmiðstöðin Zelsíuz fyrir það flotta starf sem þar er unnið. Vinnan í félagsmiðstöðinni hefur hlotið verðskuldaða athygli víða um land og hlaut hún í…
Samzel söngkeppni Zelsíuz fer fram föstudaginn 26. janúar. Söngkeppnin er undankeppni fyrir USSS - undankeppni söngkeppni Samfés á Suðurlandi.
Markmiðið er að valdefla og styðja við mæður á fjölbreyttan hátt svo þær eigi auðveldara með að taka stjórn á eigin lífi og standa með sjálfri sér. Við fáum til okkar fræðslu frá ýmsum fagaðilum, svo sem sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa, hjúkrunarfræðingi, námsráðgjafa, doktor í geðvísindum ásamt fleiri góðum gestum. Hópurinn hittist á föstudögum einu sinni í viku í sex vikur kl. 09:30-11:30. Fyrsti hittingur er föstudaginn 26.janúar.
Fræðslan fer fram í Pakkhúsinu, þar er góð aðstaða fyrir ungabörn og mæður þeirra til að eiga notalega stund saman í rólegu umhverfi. Boðið verður…
Þann 1. og 2. febrúar verður lengd viðvera hjá okkur í Bjarkarbóli. Þá daga verður opið hjá okkur frá kl 8:00-16:15. Búið er að opna fyrir skráningu inni á Völunni.
Í janúar lögðum við áherslu á smiðjur og önnur verkefni tengd samfélagslæsi. Okkur starfsfólkinu, ásamt börnunum þótti einstaklega skemmtilegt að fá að kynnast uppruna og menningu hvors annars. Við hengdum upp fána allra barna og starfsmanna, ásamt nokkrum mismunandi stafrófum.
Fánarnir í 1.bekk
Við buðum upp á nokkrar smiðjur tengdar samfélagslæsinu, meðal annars landafræðismiðju, þar sem börnin fengu að lita fána að eigin vali og læra í hvaða heimsálfu landið er. Einnig spiluðum við fána bingo til þess að leggja fánana okkar betur á minnið.
Landafræðismiðja
Orð…