Ungmennahús Pakkhús

Pakkhúsið er ungmennahús á vegum Árborgar sem stofnað var þann 1. desember 2008. Í starfi Pakkhússins er unnið út frá hugmyndafræði sem byggir á ungmennalýðræði og tryggir áhrif ungmenna í starfinu. Áhersla er lögð á samvinnu, virðingu, lýðræðisvitund, valdeflingu, samfélagslega virkni og þátttöku. Síðast en ekki síst er verið að vinna að forvörnum og skýr afstaða er tekin gegn neyslu vímuefna.

Sími:

Upplýsingar

Húsið er hugsað sem samkomustaður fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára þar sem þau fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og í framkvæmd, vinna að áhugamálum sínum og fást við skemmtileg verkefni. Markmið Pakkhússins er að bjóða ungu fólki upp á jákvætt félagslegt umhverfi þar sem þau geta komið saman með jafnöldrum sínum. Í húsinu er þráðlaus netaðgangur og geta gestir fengið afnot af tölvum. Hægt er elda sér mat í eldhúsinu okkar, fletta blöðum, skella sér í pool, horfa á sjónvarpið eða spila spil eða tölvuleiki í góðra vina hópi. Einnig erum við með æfinga- og upptökuhljóðver fyrir unga tónlistarmenn sem hægt er að fá afnot af með því að setja sig í samband við starfsmenn hússins. Auk þess eru reglulega haldnir ýmsir viðburðir í húsinu á vegum starfsmanna og geta ungmenni búsett í Árborg komið með óskir um að fá að halda viðburð eftir eigin höfði.

Opnunartímar

Hægt er að nýta húsið fyrir utanaðkomandi starfssemi, til dæmis frá félögum eða samtökum sem skipuð eru ungu fólki.

Opnunartímar eru eftirfarandi:

Miðvikudagar 20:00-23:00

Fimmtudagar 19:30-21:30 - Hinseginopnun

Föstudagar 17-20 - tölvuleikjahittingar

Lokað er um helgar nema ef um sérauglýsta viðburði er að ræða. Aðrir opnunartímar eru eftir samkomulagi.

Image
fáni2

Opið starf

Image
pakkhusið fáni2

Klúbbastarf

Image
fani3

Hinseginstarf

Alþjóðleg verkefni

Aðgangsheimild