Search
13. desember - rauður dagur í Bjarkarbóli
16. og 17. desember - brjóstsykursgerð
18. desember - Jólagluggi opnar
19. desember - opið hús frá kl 14:30-16:00
20. og 23 desember og 2. janúar - lengd viðvera
3. janúar - starfsdagur
Hittast á miðvikudögum í Ásgeirsbúð frá klukkan 14:00-16:00
Nýi prjónaklúbburinn okkar er fyrir alla
Byrjendur sem og lengra komna Sem langar að hittast Spjalla Fá ráð eða aðstoð og deila hugmyndum!
Alla mánudaga kl. 19:30 - 21:30 í Pakkhúsinu
Hlökkum til að sjá þig!
Í desember var mikið skemmtilegt um að vera hjá okkur í Bjarkarbóli. Við föndruðum mikið og skreyttum frístundaheimilið með listaverkum barnanna.
Brjóstsykursgerð
Við buðum upp á brjóstsykursgerð þar sem krakkarnir bjuggu til jarðaberja brjóstsykur.
Jólagluggi
Við vorum með jólagluggann þann 18. desember og stafurinn okkar var N. Við ákváðum því að þemað yrði Norðurpóllinn og börnin hjálpuðu okkur að perla ýmislegt tengt honum.
Opið hús
Þann 19. desember var opið hús hjá okkur þar sem foreldrar og aðrir ættingjar máttu kíkja í heimsókn til okkar og taka þátt…
Vika6 er sjötta vika hvers árs. Í þeirri viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Leikskólum, frístundaheimilum og öðrum sveitarfélögum er hjartanlega velkomið að taka þátt í Viku6 eftir því sem á við og hentar hverjum og einum.
Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir Viku6 en unglingar borgarinnar kjósa þema á hverju ári. Unnið er út frá hugmyndum um alhliða kynfræðslu. Þemað að þessu sinni er líkaminn og kynfærin.
Það er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í Zelsíuz í vikunni sem samanstendur…
Daglegt starf og smiðjur
Við gerðum alls konar skemmtilegt í janúar, meðal annars gerðum við armbönd, perluðum, spiluðum, lásum bækur og fórum í Just Dance.
Við erum svo heppin að næstu 6 vikur verður hjá okkur sjálfboðaliði frá Þýskalandi sem ætlar að vera með sögugerðarsmiðju fyrir börnin. Þar fá þau að búa til sögu, myndskreyta hana og að lokum fá allir eintak af henni.
HM smiðja
Það var mikil stemning hjá okkur fyrir heimsmeistaramóti karla í handbolta og við vorum dugleg að föndra íslenska fána og lita handboltamyndir. Því miður voru engir…
Ráðherra fékk innsýn í fjölbreytt verkefni og framtíðarsýn sem miða að því að auka velferð barna og ungmenna
Í fjölbrautaskóla Suðurlands fékk ráðherra góðar móttökur frá Soffíu Sveinsdóttur skólameistara, ásamt Sigursveini Sigurðssyni aðstoðarskólameistara og fulltrúum nemendafélagsins. Þar var starfsemi skólans kynnt ásamt því að hitta nemendur og starfsfólk.
Heimsóknin hélt áfram í félagsmiðstöðina Zelsíuz þar sem Bragi Bjarnason bæjarstjóri, ásamt Heiðu Ösp Kristjánsdóttur sviðstjóra fjölskyldusviðs, Gunnari E. Sigurbjörnssyni, deildarstjóra frístundarþjónustu og fleiri…
Handknattleiksdeildin heldur úti æfingum fyrir alla aldursflokka frá 2ja ára. Öllum velkomið að koma og prófa æfingu.Handboltaskóli 2-4 ára er kenndur á Þriðjudögum kl 16.45 í Set höllinni (Iðu)Skráning fer fram á abler (á haustin) og á handbolti@umfs.is þegar iðkandi hefur æfingar á miðju tímabili.
Starfsdagur 24. mars
Það verður lokað hjá okkur mánudaginn 24. mars vegna starfsdags.
Bókagerð
Nú erum við með sjálfboðaliða frá Þýskalandi hjá okkur sem hefur verið með bókagerð í boði fyrir börnin. Hún byrjaði að búa til bók með 2. bekk en hún heitir "Dagur í sjónum" og fjallar um Aron kafara sem lendir í ýmsum ævintýrum í sjónum. Bókin er samin og myndskreytt af krökkunum í 2. bekk og nú ættu þau öll að hafa fengið eintak með sér heim.
Nú er hún byrjuð að semja smásögur með 1. bekk og verður gaman að sýna ykkur lokaútkomuna í næsta fréttabréfi.…
Zelsíuz er með takmarkaðan miðafjölda á USSS og fór úthlutun miða fram eftir mætingu og hegðun í félagsmiðstöðinni. Ungmenni sem sóttu um miða en eru ekki á listanum hafa verið sett á biðlista og við munum hafa samband ef pláss losnar.
Öll sem fengu miða á USSS þurfa að sækja leyfisbréf í Zelsíuz. Til að koma með á USSS þarf að skila inn leyfisbréfi og 4.500 krónum eigi síðar en fimmtudaginn 13.mars. Miðaverð er 4500kr, innifalið í því er rúta og miði á söngkeppni og ball.
Aníta Sif Víðisdóttir
Indíana Lucyna Szafranowicz
adam logi arnarsson
Alicja Anna…