Skátafélagið Fossbúar

Fjölskylduskátar
Fjölskylduskátar eru nýjung í skátastarfi Fossbúa, ætluð fjölskyldum barna undir 10 ára. Yfirskrift
fjölskylduskáta er ævintýri, náttúra og samvera. Fullorðnir og börn eiga samverustundir í náttúrunni
með það markmið að styrkja fjölskyldutengsl og efla sjálfstæði barnanna. Foreldrar og aðrir
fjölskyldumeðlimir taka virkan þátt í dagskrá hvers fundar og leysa fjölbreytt verkefni af hendi sem
fjölskylda. Dagskráin er miðuð út frá getu barna á aldrinum 3-9 ára en eldri og yngri systkini eru
velkomin með.
Fundir eru annan hvern laugardag kl. 10:30-12:00 og byrja í Glaðheimum, skátaheimili Fossbúa,
Tryggvagötu 36.
Áhugasamir geta sent fyrirspurnir á fossbuar@gmail.com

Fálkaskátar 10-12 ára
Fálkaskátafundir 2023-24 eru á fimmtudögum kl. 17:00-18:30 og fara fram í Glaðheimum,
skátaheimili Fossbúa, Tryggvagötu 36.
Skátastarfið byggist á skátaaðferðinni sem hefur m.a. reynslunám og einstaklingsframfarir að
leiðarljósi.
Skátar setja sér markmið og vinna að færniverkefnum sem eru vaxandi í kröfum með hækkandi aldri.
Fálkaskátar taka þátt í viðburðum félagsins; kvöldvökum, félagsútilegum, skátamótum,
skrúðgöngum og öllu því sem félagið tekur sér fyrir hendur. Til viðbótar eru viðburðir sem eru sér
hannaðir fyrir þá.

Dróttskátar 13-15 ára.
Dróttskátafundir 2023-24 fara fram á þriðjudögum kl. 19:30-21:00 í Glaðheimum, skátaheimili
Fossbúa, Tryggvagötu 36.
Skátastarfið byggist á skátaaðferðinni sem hefur m.a. reynslunám og einstaklingsframfarir að
leiðarljósi.
Skátar setja sér markmið og vinna að færniverkefnum sem eru vaxandi í kröfum með hækkandi aldri.
Dróttskátar taka þátt í viðburðum félagsins; kvöldvökum, félagsútilegum, skátamótum,
skrúðgöngum og öllu því sem félagið tekur sér fyrir hendur. Með hækkandi aldri eykst þátttaka í
skipulagi og framkvæmd viðburða auk þess sem þeir geta verið beðnir um að aðstoða á fundum eða
viðburðum yngri skáta.

Rekkaskátar 16-18 ára
Rekkaskátafundir 2023-2024 fara fram á fimmtudögum kl. 19:30-21:00 í Glaðheimum, skátaheimili
Fossbúa, Tryggvagötu 36.
Skátastarfið byggist á skátaaðferðinni sem hefur m.a. reynslunám og einstaklingsframfarir að
leiðarljósi.
Rekkaskátar skipuleggja mikið af sínu starfi sjálfir með aðstoð foringja. Þeir vinna að færniverkefnum
og hafa tök á að vinna sér inn Forsetamerki skátahreyfingarinnar. Rekkaskátar taka þátt í viðburðum
félagsins; kvöldvökum, félagsútilegum, skátamótum, skrúðgöngum og öllu því sem
félagið tekur sér fyrir hendur. Rekkaskátar taka einnig að sér sjálfboðaliðastarf á vegum félagsins, oft
í skipulagningu og framkvæmd viðburða auk þess að aðstoða á fundum yngri skáta.

Róverskátar 19-26 ára
Róverskátar stjórna sínu skátastarfi sjálfir, oft þvert á félög.
Þeir sinna foringjastörfum innan félagsins og sjá um skipulag innra starfs félagsins. Áhugasamir geta
fyrirspurnir á netfang félagsins: fossbuar@gmail.com

Upplýsingar
Aldur:
0 - 5 ára
6 - 7 ára
8 - 9 ára
10 - 11 ára
12 - 13 ára
14 - 15 ára
16 - 18 ára
Fullorðnir
Útivist og samvera
Staður:
Selfoss
Sími: 784 2238
Annað:
Skráning fer fram inná https://www.abler.io/shop/fossbuar