Almennar upplýsingar

Starfsemi

Kópurinn er opinn virka daga frá kl. 12:45 - 16:00. Lokað í vetrarfríi. Boðið er upp á lengda viðveru í desember og í maí, nánari upplýsingar má nálgast hjá forstöðumanni.

Í Kópnum er einstaklingsmiðuð dagskrá og einnig klúbbastarf sem er í umsjón starfsmanna og notenda. Markmiðið er að virkja notendur í starfinu, valdefla og styrkja félagslega. Einnig að stuðla að vinasamböndum og virkni í frístundum á eigin frítíma. Unnið er með áhugamál notenda sem og starfsmanna og þau notuð sem vinnutæki til að ná þessum markmiðum.

Sem dæmi um klúbbastarf er Kvikmyndaklúbbur, Pokémonklúbbur, D&D spilahópur og Bardagaleikjaklúbbur o.fl.

Aðstaðan

Kópurinn er staðsettur í vestur hluta félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz (gengið inn að neðan). Kópurinn hefur tvö rými, aðalrými og svo slökunarherbergi, sem eru nýtt í daglegt starf. Þar að auki eru rými samnýtt með Zelsíuz sem eru bíósalur og spilaherbergi. Það er margt í boði í Kópnum s.s. föndur, leikjatölvur, spil, billjarð, píla o.fl.

Umsókn

Umsóknir fara fram á fristund.vala.is

Aðgangsheimild