Search

Tímarnir henta öllum - Lögð er áhersla à liðleikaæfingar, styrktaræfingar, liðlosun, jafnvægisæfingar, gleði og hamingju :) Tímarnir eru à þriðjudögum og föstudögum kl 10. Hver tími er ca 40 mínútur og kostar kr. 750.- Allir velkomnir í Fèlagsaðstöðu Eldri borgara í Grænumörk.
Forvarnardagurinn verður haldinn 2. október um land allt að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Landlæknisembættið, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Bandalag íslenskra skáta. Líkt og undanfarin ár verður 9. bekkingum í Sveitarfélaginu Árborg boðið upp á sameiginlega dagskrá, sem unnin er í samstarfi  BES, Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Umf. Selfoss og félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz.
Í samstarfi við Fríska Flóamenn hafa verið kortlagðar göngu- og hlaupaleiðir um Selfoss og nágrenni. Flestar leiðirnar hefjast eða enda við Sundhöll Selfoss, en þar er einnig hægt að finna yfirlitskort. Unnið er að uppfærslu á leiðum og verða nýjar göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir færðar inná kortið. Með því að ýta á vefslóð kemur upp kort með göngu og hlaupaleiðum.
Föstudaginn 27. september verður frístundaheimilið lokað vegna starfsdags. Starfið heldur svo áfram sinn vanagang mánudaginn 30. september.
Hér er frístundadagatalið okkar þar sem hægt er að sjá þá daga sem er lokað hjá okkur og þá daga sem við bjóðum upp á lengda viðveru. -Kær kveðja frá starfsfólki Bjarkarbóls
Alla fimmtudaga eru hinsegin opnanir ungmenni 16 ára og eldri ásmat 8.-10.bekk í samstarfi við Zelsíuz. Markmiðið með hinseigin opnunum er að ná til unglinga og ungmenna sem tilheyra hinsegin samfélaginu, eru í hinsegin pælingum eða styðja við hinsegin samfélagið. Þau sem að mæta á opnanirnar ráða sjálf hvað er á dagskrá. Hinsegin opnanirnar eru í Valhöll, Tryggvagötu 23a, við hliðina á Sundlauginni. Opnunartímar Fimmtudagar kl 19:30-21:30 Dagskrá September
Í Pakkhúsinu er klúbbastarf fyrir 16-25 ára ungmenni Hægt er að sækja um í DogD hóp hér D&D klúbbur Hlutverkaspilið Dungeons and Dragons er spilað í 6-7 manna hópum sem að starfsmaður leiðir söguna. Mánudagar: 19-21Fimmtudagar: 17-20Föstudagar: 17-20Laugardagar: 14-17Sunnudagar 14-17 og 18-21
Starfið er opið fyrir ungmenni 16-25 ára Opnunartímar Miðvikudagar kl 20:00-23:00Föstudagar kl 17:00-20:00 - tölvuleikjahittingar Dagskrá október
Ungmennahúsið tekur þátt í fjölda ungmennaskipta og annara alþjóðlegra verkefna. Dragon Legion Erasmus+ aðild