Meginmarkmið frístundaheimila Árborgar er að
börnunum líði vel og fái notið sín í frjálsum
leik í öruggu umhverfi.
Starfstöðvar
Opnunartími
Starfsemi í Frístundaheimilinum Árborgar hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn.
Almennar upplýsingar
Frístundaheimili Árborgar eru þjónusta ætluð börnum í 1.-4. bekk. Hvert heimili fyrir sig er ætlað nemendum sem sækja nám í tilteknum skóla. Bifröst fyrir nemendur Vallaskóla, Bjarkarból fyrir nemendur Stekkjaskóla, Hólar fyrir nemendur Sunnulækjarskóla og Stjörnusteinar fyrir nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Frístundaheimilin eru hluti af frístundamiðstöð Árborgar og starfa eftir einkunarorðum hennar.
Fjölbreytileiki - Traust - Samvinna - Gleði
Viðburðir
Boðið er uppá lengda viðveru í frístundaheimilum Árborgar vegna Starfsdags í skóla.
Boðið er uppá lengda viðveru í frístundaheimilum Árborgar vegna foreldrasamtala í skólunum.