Frístundaheimili

Meginmarkmið frístundaheimila Árborgar er að
börnunum líði vel og fái notið sín í frjálsum
leik í öruggu umhverfi.

Starfstöðvar

Image
bifrost@arborg.is
Tryggvagötu 23, 800 Selfoss
Image
bjarkarbol@arborg.is
Heiðarstekk 10, 800 Selfoss
Image
Eldheimar
Sími:
eldheimar@arborg.is
Tryggvagata 23a, 800 Selfoss
Image
Hólar
holar@arborg.is
Norðurhólum 1, 800 Selfoss
Image
Stjörnusteinar
stjornusteinar@arborg.is
Stjörnusteinum 2, 825 Stokkseyri

Opnunartími

Starfsemi í Frístundaheimilinum Árborgar hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn.

Almennar upplýsingar

Frístundaheimili Árborgar eru þjónusta ætluð börnum í 1.-4. bekk. Hvert heimili fyrir sig er ætlað nemendum sem sækja nám í tilteknum skóla. Bifröst fyrir nemendur Vallaskóla, Bjarkarból fyrir nemendur Stekkjaskóla, Hólar fyrir nemendur Sunnulækjarskóla og Stjörnusteinar fyrir nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

Frístundaheimilin eru hluti af frístundamiðstöð Árborgar og starfa eftir einkunarorðum hennar.

Fjölbreytileiki - Traust - Samvinna - Gleði

Frístundabíllinn ekur alla  virka daga þar á meðal merkta frídaga í grunnskólum líkt og vetrarfrí eða starfsdaga og hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum og skóla í íþrótta- og frístundastarf innan sveitarfélagsins. Öll börn geta nýtt sér frístundabílinn og ekki er innheimt neitt gjald í bílinn.

Viðburðir