Almennar Upplýsingar

Starfsemi

Starfsemi í Frístundaklúbbnum Kotinu hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn. 

Í starfinu er unnið að því að auka félagsfærni, samvinnu og góð samskipti í hóp.  Unnið er í skipulögðu starfi sem og frjálsum tíma þar sem þátttakendur fá að velja sér verkefni eftir eigin áhugasviði. Markmið starfsins er að auka samvinnu og gæði félagslegs starfs hjá krökkum með fötlun. Unnið er með þarfir einstaklingsins í huga og hvað honum hentar best í leik og starfi ásamt því að auka sjálfstæði, öryggi í hóp og ánægju af því að vera í félagsstarfi.

Aðstaðan

Kotið er staðsett í Valhöll að Tryggvagötu 23a. Frístundaklúbburinn deilir húsnæði með frístundaheimilinu Eldheimum. Kotið hefur afnot af allri neðri hæð húsins þar sem m.a. er íþróttasalur, tölvurými og skynörvunarherbergi.

Umsókn

Umsóknir í Frístundaklúbbinn Kotið fara í gegnum Völu á www.vala.is

Aðgangsheimild