Search
TTT starf Selfosskirkju er opið öllum börnum í 5.-7. bekk. TTT stendur fyrir Tíu Til Tólf ára.
Í TTT er margt skemmtilegt brallað. Við förum marga skemmtilega í leiki, föndrum, syngjum saman og skoðum kirkjuna í krók og kima. Eftir áramót er svo stefnt á TTT-mót í Vatnaskógi, þar sem við gistum eina nótt og hittum krakka úr TTT-starfi í öðrum kirkjum.
Fundir eru á þriðjudögum á milli 16:00 og 17:30.
Starfið er ókeypis og skráning fer fram í gegnum heimasíðu kirkjunnar (undir Barnastarf -TTT).
Þátttaka er ekki bundin við ákveðið upphaf eða endi og öllum börnum er velkomið að byrja í TTT…
Starfsemi
Selurinn er opinn á mánudögum og fimmtudögum frá kl 17:00-18:30.
Selurinn er ætlaður fólki með fötlun á suðurlandi og þurfa notendur að hafa náð 16 ára aldri. Dagskrá er unnin í samstarfi við notendur og er gefin út mánaðarlega. Ásamt dagskránni eru ýmsir viðburðir eru á dagskrá yfir árið eins og jeppaferð, jólahátíð o.fl.
Markmið Selsins er að efla félagsfærni og stuðla að virkni í félagsstarfinu sem og á eigin frítíma. Áhersla er lögð á að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir notendur til að taka þátt í öflugu félagsmiðstöðvarstarfi.
Aðstaðan
Selurinn er…
Gjalskrá vetrarstarfs
Þjónusta
Þáttaka
Hressing
Samtals
Vistun 5 daga
18.152…
Sunnudagaskóli Selfosskirkju er alla sunnudaga kl. 11:00 í safnaðarheimili kirkjunnar.
Það sem einkennir sunnudagaskólann í Selfosskirkju er fyrst og fremst tónlistin, við syngjum mikið af skemmtilegum sunnudagaskólalögum og hreyfisöngvum. Auk þess eru sagðar sögur, sýnd leikrit, farið í leiki, sprellað og haft gaman. Útgangspunkturinn er að sunnudagaskólinn á að vera skemmtilegur. Hann er kjörinn staður fyrir fjölskyldur með börn á öllum aldri að koma og eiga góða stund saman.
Börn á öllum aldri eru hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann!
Umsjón með sunnudagskólanum hefur Sjöfn…
Selurinn er loksins kominn af stað eftir sumarfrí. Fyrsta opnun var dagskrárgerð og kaffihúsastemning. Mikil tilhlökkun er fyrir starfinu í haust þar sem verður fjölbreytt dagskrá í boði ásamt spennandi viðburðum á borð við jeppaferð, hrekkjavöku, bingó, jólahátíð o.fl. Meðlimum klúbbsins fjölgar ört og starfið stækkar og blómstrar í takt við ört stækkandi samfélag hér í Sveitarfélaginu Árborg. Með því aukast tækifæri til þess að mæta meðlimum þar sem þeir eru staddir, efla félagsfærni og virkni í eigin frístundum. Eitthvað ber á nýju starfsfólki í starfsmannahópnum sem eru mjög…
Æskulýðsfélag Selfosskirkju er fyrir alla krakka í 8. – 10. bekk grunnskóla.
Á fundum finnum við okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Varúlfur, hjartsláttur og varúlfafeluleikur eru fastir liðir í starfinu, en auk þess er Just Dance, Minute to win it og Subbufundur á dagskránni, svo fátt eitt sé nefnt.
Fundir eru á mánudögum kl. 20:00-21:30, þátttaka er ókeypis og skráning fer fram inni á heimasíðu kirkjunnar, selfosskirkja.is
Starfið er ekki bundið við ákveðið upphaf eða endi, svo krakkar geta byrjað í Æskó á miðjum vetri þess vegna.
Landsmót Samfés sem haldið er að hausti ár hvert. Dagskrá Landsmóts Samfés er þríþætt. Unnið er í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best.
Forvarnarteymi Árborgar stendur fyrir Hinsegin viku í Árborg. Hátíðin er haldin til að auka fræðslu, skapa umræður og veita stuðning til þeirra sem tengja við hinsegin málefni á einn eða annan hátt.
Lokað verður dagana 12. og 13. október vegna haustfrís.
Boðið er uppá lengda viðveru í frístundaheimilum Árborgar vegna Starfsdags í skóla.