Search
Boðið er uppá lengda viðveru í frístundaheimilum Árborgar vegna foreldrasamtala í skólunum.
Allar upplýsingar um tómstundir skráið þið inn á "nafnspjald" barnsins ykkar í Völu og bera foreldrar/forráðamenn ábyrgð á því að skráningar séu réttar. Þar setjið þið inn upphaf æfingar og við gerum svo ráð fyrir þeim tíma sem barn þarf til þess að komast á áfangastað með tilliti til æfingastaðar. Ef barnið á að nota frístundabílinn skal hakað við það. Einnig þurfum við að vera upplýst um það hvort að barnið kemur aftur til okkar eftir æfingu. Við fáum upplýsingar eingöngu frá ykkur foreldrum/forráðamönnum svo að ef forföll verða eða breyttur æfingatími verðið þið…
Opið er í félagsmiðtöðinni fyrir 7.bekk í Vallaskóla, Sunnulækjarskóla og BES
Unglingaráðið í Zelsíuz, Z-ráðið, skipuleggur og leikur í árlegu Draugahúsi sem er opið fyrir unglinga í 8.-10.bekk til þess að fara í gegnum
Árið 2016 hófst samstarfsverkefni velferðarþjónustunnar í Árborg og félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz
Verkefnið byggir á snemmtækri íhlutun sem miðar að því að börn, sem þurfa félagslegan stuðning, fái aðstoð sem fyrst til að koma í veg fyrir að vandi þeirra aukist.
Verkefnið er stuðningsúrræði sem bæði hefur verið unnið á einstaklingsgrunni með tilteknu barni en einnig hefur það tekið á sig mynd sértæks hópastarfs
Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun barna og unglinga, styrkja þá og gera að virkum þátttakendum í starfi félagsmiðstöðvarinnar.
Persónulegur…
Félagsmiðstöðvarnar Skjálftaskjól, Zelsíuz og Svítan hafa á undanförnum mánuðum farið í markvissa vinnu að auka samstarf sín á milli með reglulegum samráðsfundum.
Eitt af fyrstu samstarfsverkefnum þessara þriggja félagsmiðstöðva var að auka aðgengi að fræðslu fyrir starfsfólk. Á næstu vikum verður sérstakt námskeið í Frístundamiðstöðinni Bungubrekku fyrir karlkyns starfsmenn Skjálftaskjóls, Zelsíuz og Svíturnar. Við bindum miklar vonir við það að aukið samstarf á milli félagsmiðstöðva á Suðurlandi auki fagþekkingu og fagþróun í félagsmiðstöðvastarfi á landshlutanum. …
Starfsemi
Starfsemi í Frístundaklúbbnum Kotinu hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn.
Í starfinu er unnið að því að auka félagsfærni, samvinnu og góð samskipti í hóp. Unnið er í skipulögðu starfi sem og frjálsum tíma þar sem þátttakendur fá að velja sér verkefni eftir eigin áhugasviði. Markmið starfsins er að auka samvinnu og gæði félagslegs starfs hjá krökkum með fötlun. Unnið er með þarfir einstaklingsins í huga og hvað honum hentar best í leik og starfi ásamt því að auka sjálfstæði, öryggi í hóp og ánægju af…
Gjalskrá vetrarstarfs
Þjónusta
Þáttaka
Hressing
Samtals
Vistun 5 daga
18.152…
Frístundaklúbbarnir Kletturinn og Kópurinn sem deila húsnæði hafa verið í samstarfi undanfarnar vikur og haldið uppi Super Smash bros klúbb fyrir þátttakendur. Klúbburinn er á dagskrá einu sinni í viku og er stjórnað af þátttakanda í Kópnum. Með því að gefa þátttakendum ábyrgð og hlutverk er stuðlað að sjálfstæði og valdeflingu sem eru lykilmarkmið starfsins. Það hefur verið góð þátttaka í klúbbnum og mikil stemning skapast í kringum hann.
Október mánuðurinn snérist að miklu leyti að hrekkjavökutengdum hlutum í Klettinum en einnig var margt fleira í boði. Það var meðal annars föndrað, bakað, farið í bingó og horft á bíómynd þar sem hrekkjavöku þemað var haft að leiðarljósi. Einnig skreyttum við svæðið okkar og mikil stemmning myndaðist í kringum það. Kletturinn gerði verkefni um Pakkhúsið þar sem fjallað var um söguna, fyrri starfsemi og starfsfólk. Það var svo tengt við draugagang og annað hræðilegt. Mikil þátttaka var í verkefninu og höfðu bæði börn og starfsmenn gaman af. Þetta var mjög skemmtilegur mánuður…