Gjöf frá forvarnarteymi til starfsfólks í tilefni hinsegin viku Árborgar

Image
Í tilefni hinsegin viku Árborgar færði forvarnarteymið starfsmönnum sveitarfélagsins regnbogabönd að gjöf.

Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn, vikuna 26. febrúar-1. mars. Markmiðið með vikunni er að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg.  Forvarnarteymi Árborgar vill hvetja stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins til þess að vera með og gera þessa hátíð að litríkri og skemmtilegri viku. 

Síðustu ár hefur vikan gengið vonum framar og fjöldi fyrirtækja tekið þátt. Það mátti sjá regnbogakökur, regnbogablómvendi, hinsegin fánunum var flaggað, regnbogaskrauti var komið fyrir inn í fyrirtækjum og út í gluggum og svo lengi mætti telja. Mikil eftirvænting ríkir fyrir Hinsegin vikunni sem er fram undan og margt spennandi á dagskrá. 

Í tilefni hinsegin viku Árborgar færði forvarnarteymið starfsmönnum sveitarfélagsins regnbogabönd að gjöf. Starfsfólk er hvatt til að bera regnbogabandið alla daga ársins því mikilvægt er að við fögnum fjölbreytileikanum og stuðlum að öryggi og sýnileika ásamt  bættri stöðu fyrir öll í samfélaginu. 

Við viljum hvetja ykkur til að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og finna leiðir til þess að halda þessa viku hátíðlega.  

Nánari upplýsingar um Hinsegin vikuna gefur Ellý Tómasdóttir, Forvarnarfulltrúi Árborgar elly.t@arborg.is

Submitted by elly.t on