Sunnudagaskólinn

Sunnudagaskóli Selfosskirkju er alla sunnudaga kl. 11:00 í safnaðarheimili kirkjunnar.

Það sem einkennir sunnudagaskólann í Selfosskirkju er fyrst og fremst tónlistin, við syngjum mikið af skemmtilegum sunnudagaskólalögum og hreyfisöngvum. Auk þess eru sagðar sögur, sýnd leikrit, farið í leiki, sprellað og haft gaman. Útgangspunkturinn er að sunnudagaskólinn á að vera skemmtilegur. Hann er kjörinn staður fyrir fjölskyldur með börn á öllum aldri að koma og eiga góða stund saman.

Börn á öllum aldri eru hjartanlega velkomin í sunnudagaskólann!

Umsjón með sunnudagskólanum hefur Sjöfn Þórarinsdóttir, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, ásamt leiðtogum.

Upplýsingar
Aldur:
0 - 5 ára
6 - 7 ára
8 - 9 ára
Fullorðnir
Staður:
Selfoss