ÆSKÓ - Æskulýðsfélag Selfosskirkju

Æskulýðsfélag Selfosskirkju er fyrir alla krakka í 8. – 10. bekk grunnskóla.
Á fundum finnum við okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Varúlfur, hjartsláttur og varúlfafeluleikur eru fastir liðir í starfinu, en auk þess er Just Dance, Minute to win it og Subbufundur á dagskránni, svo fátt eitt sé nefnt.

Fundir eru á mánudögum kl. 20:00-21:30, þátttaka er ókeypis og skráning fer fram inni á heimasíðu kirkjunnar, selfosskirkja.is

Starfið er ekki bundið við ákveðið upphaf eða endi, svo krakkar geta byrjað í Æskó á miðjum vetri þess vegna.

Upplýsingar
Aldur:
12 - 13 ára
14 - 15 ára
16 - 18 ára