TTT starf Selfosskirkju

TTT starf Selfosskirkju er opið öllum börnum í 5.-7. bekk. TTT stendur fyrir Tíu Til Tólf ára.

Í TTT er margt skemmtilegt brallað. Við förum marga skemmtilega í leiki, föndrum, syngjum saman og skoðum kirkjuna í krók og kima. Eftir áramót er svo stefnt á TTT-mót í Vatnaskógi, þar sem við gistum eina nótt og hittum krakka úr TTT-starfi í öðrum kirkjum.

Fundir eru á þriðjudögum á milli 16:00 og 17:30.

Starfið er ókeypis og skráning fer fram í gegnum heimasíðu kirkjunnar (undir Barnastarf -TTT).

Þátttaka er ekki bundin við ákveðið upphaf eða endi og öllum börnum er velkomið að byrja í TTT hvenær sem er.

Þess ber að geta að kóræfing unglingakórs kirkjunnar er kl. 15:00-16:00, og geta börnin því farið beint af kóræfingu í TTT-starfið.

Umsjón með TTT hefur Sjöfn Þórarinsdóttir, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar.

Upplýsingar
Aldur:
10 - 11 ára
12 - 13 ára
Staður:
Selfoss