Stúdíó Himnaríki er eitt af aðdráttaraflum Pakkhússins og býður upp á virkilega góða aðstöðu fyrir bæði tónlist og skapandi verkefni. S
Hvað er í boði í stúdíóinu?
Studíóið er bæði upptöku- og æfingarstúdíó, búið fjölbreyttum hljóðfærum, hljóðvinnsluforritum og sérhæfðum tækjum sem gera ungmennum kleift að þróa hæfileika sína á sviði tónlistar og hljóðupptöku. Í boði er m.a. podcast-upptökubúnaður sem hefur nýst vel til að efla skapandi tjáningu og miðlun hugmynda.
Stúdíóið er gríðarlega mikið notað og er öllum ungmennum í Árborg opið án endurgjalds í gegnum bókunarkerfi Pakkhússins. Með þessu er tryggt að ungt fólk hafi greiðan aðgang að faglegri aðstöðu til að æfa, skapa og prófa sig áfram í öruggu og hvetjandi umhverfi.
Á starfsárinu 2025–2026 fékk Pakkhúsið styrk frá European Solidarity Corps (ESC) til að halda sérstök námskeið í stúdíóinu og endurnýja hluta af búnaðinum. Þessi stuðningur hefur gert okkur kleift að efla enn frekar gæði aðstöðunnar, bjóða upp á fræðslu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna, og tryggja að ungt fólk hafi áfram aðgang að nýjustu tækni og faglegu leiðsögn í tónlistarsköpun.