Alþjóðleg verkefni

Ungmennahúsið tekur þátt í fjölda ungmennaskipta og annara alþjóðlegra verkefna.

Dragon Legion

Pakkhúsið er í nánu og virku samstarfi við Dragon Legion, alþjóðlegt tengslanet sem notar hlutverkaspil og frásagnarleik sem aðferð til að efla samvinnu, sköpun og félagsfærni ungs fólks.

Í gegnum samstarfið hafa ungmenni úr Árborg tekið þátt í fjölmörgum Erasmus+ ungmennaskiptum víðs vegar um Evrópu, þar sem þau setja sig í hlutverk hetja, ævintýramanna og leiðtoga – og læra um leið að takast á við áskoranir, vinna saman og treysta eigin hæfileikum.

Dragon Legion verkefnin sameina leik, nám og menningarskipti á einstakan hátt og bjóða upp á reynslu sem stuðlar að valdeflingu, auknu sjálfstrausti og alþjóðavitund.

Erasmus+ aðild

Ungmennahúsið Pakkhúsið tekur virkan þátt í Erasmus+ ungmennaskiptum, þar sem ungt fólk fær tækifæri til að ferðast, kynnast nýjum menningum og læra í gegnum reynslu. Í þessum verkefnum hittast hópar ungs fólks frá mismunandi löndum til að vinna saman að skapandi og samfélagslegum verkefnum allt frá umhverfis- og menningarmálum til leikja, tónlistar og hlutverkaspila.

Þátttakendur fá að efla sjálfstraust, samskiptahæfni og alþjóðavitund, ásamt því að mynda vinasambönd og tengsl víða um Evrópu.
Pakkhúsið vinnur sérstaklega að því að tryggja að ungmenni með færri tækifæri fái að taka þátt og njóta þeirrar reynslu sem alþjóðlegt samstarf býður upp á.

Þátttaka í Erasmus+ er ungmennum að kostnaðarlausu, þar sem verkefnin eru styrkt af Evrópusambandinu.

Ef þú vilt vita meira eða taka þátt í næsta skiptaverkefni — hafðu samband við starfsfólk Pakkhússins!