Search

Image Rými nafn Rými lýsing Image Rými nafn Rými lýsing Image Rými nafn Rými lýsing Image Rými nafn Rými lýsing Image Rými nafn Rými lýsing Image Rými nafn Rými lýsing
Börnunum hér finnst mjög gaman að föndra og föndra og elska Flækjukot. Gaman gaman
Góðan daginn kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4. bekk og gleðilegt nýtt ár! Nú þegar janúar er að klárast þá vildum við senda ykkur nokkrar línur og fullt af myndum til að sýna hvað við erum búin að vera að bralla í löngu viðverunni í desember og núna í janúar mánuði. Í desember föndruðu krakkarnir ótrúlega mikið og fóru líka í sundferð, bíóferð, göngutúr með heitt kakó og ísferð. Síðan röltu þau um fína miðbæinn okkar og dönsuðu í kringum jólatréð :) Við héldum litla kökuskreytingakeppni í desember og það mætti klárlega segja að allir voru sigurvegarar þar sem við…
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn Febrúar mánuður var því miður mikið litaður af veikindum barna og starfsmanna en þrátt fyrir það var þetta æðislegur mánuður þar sem margt skemmtilegt var gert. Nokkrir nýjir krakkar bættust í hópinn og þeim var tekið ótrúlega vel af frábæra litla fólkinu ykkar :) Það var margt brallað, bakað, föndrað og leikið eins og meðfylgjandi myndir sína. Þann 22.febrúar var starfsdagur Árborgar og þar komu saman strafsmenn allra frístundaheimila, félagsmiðstöðva og ungmennahúss hér í Árborg og ákveðin voru gildi sem verða einkunnarorð vettvangs…
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4.bekk Fréttabréfið að þessu sinni verður stutt og laggott en fullt af skemmtilegm myndum. Við erum byrjuð með Voffalestur reglulega og krakkarnir hafa rosalega gaman að. Veðrið lék ekki alveg við okkur þannig við skemmtum okkur bara enn betur innandyra en núna er vor í lofti og allt í rétta átt :) Starfsfólk Bifrastar óskar öllum krökkunum okkar og fjölskyldum þeirra gleðilega páska og minnum á að það verður lokað í Bifröst 14.-15. apríl, 18.apríl og 21.apríl. Vonandi gleðja þessar myndir ykkur og börnin :) Kærar kveðjur…
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4.bekk Þá er komið að seinasta fréttabréfi fyrir sumarfrí! Það virðist sem apríl mánuður hafi hlaupið frá okkur á milli páskafría og lengdrar viðveru en börnin nutu sín svo sannarlega í Dymbilviku þar sem ýmislegt var brallað. Veðrið aldeilis leikur við okkur þessa dagana og börn jafnt sem starfsmenn njóta þess að vera utandyra ásamt því að föndra margvísleg listaverk innandyra. Nokkur atriði sem við viljum koma á framfæri: - Það er lokað hjá okkur í Bifröst 6.júní, en þá er annar í Hvítasunnu.-Þann 7.júní á hádegi lýkur…
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk Nú er komið að fréttabréfi fyrir október mánuð. Þessi mánuður snérist að miklu að Hrekkjavökutengdum hlutum en að sjálfsögðu var fleira gert. Við starfsmenn settum upp hugmynd að vikuplani varðandi klúbba og hringekjur og það mjakast allt í rétta átt með aðstoð krakkanna. Undirrituð og svæðisstjóri hjá 3.-4. bekk fóru í stóra verslunarferð til að halda áfram að gera útistofuna nógu flotta fyrir stóru krakkana í 3.-4.bekk. Útistofan hefur nú fengið nafnið Ásgarður sem samsvarar sér vel við Bifröst. Krakkarnir í Bifröst og…
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk Nú er komið að fyrsta fréttabréfinu okkar á þessu skólaári og það gleður okkur mikið. Okkur þótti mjög leiðinlegt að geta ekki tekið inn alla krakkana til okkar um leið og skóli hófst en vegna manneklu gekk það því miður ekki upp. Samhliða því sem við lögðumst yfir það að finna frábært starfsfólk til að bætast við nú þegar öflugan starfsmannahóp vorum við einnig að vinna í að semja við skólann um afnot að nýrri aðstöðu fyrir stóru krakkana í 3.-4.bekk. Þann 19.ágúst fengum við síðan stofuna Ú1 í Vallaskóla sem var líka sami…
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk Þá er komið að seinasta fréttabréfi þessa árs. Að þessu sinni ætla ég ekki að missa mig í lesefni fyrir ykkur heldur bjóða upp á skemmtilega myndasyrpu fyrir ykkur til að skoða með krökkunum ykkar. Mikið vonum við að jólin voru ykkur ánægjuleg með þeim sem ykkur þykir vænt um og að þið eigið dásamleg áramót. Myndirnar eru blanda af daglegri starfsemi, klúbbum og smiðjum en líka aðeins úr lengdri viðveru sem hefur verið núna frá 20.desember og verður til föstudagsins 30.desember og endar með bíóferð og sundi. Aldeilis góð…
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk og gleðilegt 2023! Þá er það fyrsta fréttabréf ársins. Vonandi höfðu allir það gott yfir hátíðarnar. Í janúar fórum við rólega af stað en erum þó auðvitað byrjuð aftur með smiðjur og klúbbastarfsemi. Þann 2.janúar var starfsdagur hjá starfsfólki Bifrastar ásamt öðrum frístundaheimilum, frístundaklúbbum og félagsmiðstöðinni. Þar sat starfsfólk skyndihjálparnámskeið og tók þátt í margskonar smiðjum til að læra nýjar og skemmtilegar leiðir til að efla starfið okkar hérna í Bifröst.Hluti af starfsmannahóp Bifrastar tók þátt í Hinu…