Search
Það er mikið af hæfileikaríku ungu fólki sem við eigum í Árborg og voru fimm atriði sem tóku þátt í Samzel söngkeppni Zelsíuz föstudaginn 7. mars.
Hljómsveitin Drullumall með Ingólfi, Ragnari og Elmari tók lagið Basket Case eftir Green Gate. Ása Guðrún söng lagið Promise eftir Laufey. Hugrún Hadda söng lagið The Joke eftir Brandi Carlile. Rannveig og Hrefna söngu lagið Án Þín eftir Bubba og Katrínu Halldóru. Strákarnir Jon Bony eða Jón Reynir, Hafberg og Sveinn Atli voru með frumsamið lag ¨Vilja Vita¨.
Örn, Jóhanna Vinsý, Klara og Karolina voru kynnar kvöldsins og stóðu…
Föstudaginn 26. janúar fór danskeppni Samfés fram í Garðalundi í Garðaskóla. Keppendur komu frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu og kepptu bæði í einstaklings- og hópakeppni fyrir tvo aldurshópa: 10 – 12 ára og 13 ára +. Í keppninni tóku þátt meira en 30 hópar og einstaklingar frá yfir 20 félagsmiðstöðvum.
Fyrir hönd Zelsíuz tók Alexandra Edda og Jenný Arna þátt í hópakeppni 13+. Þær fluttu glæsilegt atriði sem þær lögðu mikla vinnu í og tryggðu sér 2. sætið með frábærri frammistöðu. Við erum ótrúlega stolt af þeim og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!
Undankeppni Söngkeppni Samfés á Suðurlandi, USSS fór fram síðastliðinn föstudag, 14. mars og var stemningin rafmögnuð þegar ungir og hæfileikaríkir keppendur stigu á svið. Fyrir hönd Zelsíuz tók Hugrún Hadda þátt með lagið Is It True, sem Jóhanna Guðrún gerði frægt í Eurovision árið 2009.
Með mögnuðum flutningi sínum heillaði Hugrún dómnefnd og áhorfendur og tryggði sér farseðil í sjálfa Söngkeppni Samfés, sem fer fram í Laugardalshöll þann 3. maí. Þar mun hún keppa á meðal hæfileikaríkra ungmenna frá öllum landshornum, en keppnin verður einnig sýnd í beinni útsendingu á RÚV.…
Við bjóðum upp á dans- og leikjanámskeið annars vegar og hinsvegar stutt þriggja vikna seinnipartsnámskeið 2x í viku.
Í júní bjóðum við upp á dans- og leikjanámskeið fyrir 7-9 ára og 10-12 ára.
Hvert námskeið er byggt upp eftirfarandi:
- 1x60 mínútna jazzballetttíma
- Stutt pása á milli
- 1x30 mínútna leikjatíma þar sem unnið er með leiklistarleiki í bland við aðra hefðbundnari leiki
- Stutt pása á milli
- 1x60 mínútna Söngur og dans / Skapandi dans (fer eftir námskeiðum)
Þriggja vikna sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 4-13 ára þar sem allir eru velkomnir sama hvort þeir hafi æft dans áður…
Hægt er að kaupa heilt námskeið, 10 skipti eða 5 skipti. Hlökkum til að sjá ykkur!
Barna- og unglingaæfingar GOS 2025Æfingar byrja 2.des 2024 til 26.sept 2025Útiæfingar frá og með 5.maíHópur 2Stelpur og strákar 13 ára og yngri (á árinu 2025)49.900 kr.Árgjald í Golfklúbbi Selfoss er innifalið í æfingagjöldum.Mánudaga og miðvikudaga kl. 17:00 – 18:00Þjálfari: Arnór Ingi HlíðdalHópur 3Strákar og stelpur 14 -18 ára (á árinu 2025)49.900 kr.Árgjald í Golfklúbbi Selfoss er innifalið í æfingagjöldum.Mánudaga og miðvikudaga kl. 18:00 – 18:50Þjálfari: Arnór Ingi HlíðdalHópur 4 StúlknahópurStelpur 9 – 15 ára (á árinu 2025)49.900 kr.Árgjald í Golfklúbbi Selfoss er innifalið í…
Öskudagur
Það var mikið stuð hjá okkur á öskudaginn. Við vorum með stöðvar í boði þar sem krakkarnir gátu sungið fyrir nammi, búið til grímur, fengið andlitsmálningu og farið í stoppdans. Krakkarnir voru í glæsilegum búningum og skemmtu sér vel :)
Bókagerð
Í mars var komið að 1. bekk að búa til bók. Þau sömdu ýmsar skemmtilegar smásögur og úr því varð smásagnasafn sem þau síðan myndskreyttu. Útkoman er vægast sagt glæsileg. Nú fer hún Mona, sjálfboðaliðinn sem hefur verið hjá okkur síðastliðnar 6 vikur, á annað frístundaheimili og heldur áfram með sín flottu verkefni. Við…
Mótokrossdeildin stendur fyrir æfingum sumarið 2025 í bolaöldum á nýju stað þar sem deildin er með aðstöðu. Æfingar fyrir 50cc - 125cc+ (byrjendur) Æfingar fyrir krakka á 50cc, 65 cc og byrjendur á 85 cc og 125 cc+ verða á miðvikudögum frá kl. 18:00-20:00 í Bolaöldu. Æfingarnar kosta 25.000. kr fyrir allt sumarið, æfingar frá miðjum maí fram í miðjan september. Skráning - https://www.abler.io/shop/umfs/msn ATH - iðkendur þurfa að eiga hjól og öryggisbúnað til að taka þátt í æfingum.
Sveitanámskeið GobbiGobb verða á sínum stað núna sumarið 2025.
Námsskeiðin fara fram á Baugsstöðum og inntak námskeiðanna er leikur, gleði og nánd við náttúruna og dýrin.
Á bænum okkar eru hestar, hænur og hænuungar, hundar og kettir. Við búum líka svo vel að hafa fjöruna í bakgarðinum og nýtum okkur það.
Skráning og frekari upplýsingar eru inni á heimasíðunni okkar, GobbiGobb.is
Leikfélag Selfoss verður að venju með námskeið fyrir börn og unglinga í leiklist. Unnið verður með framkomu, tjáningu, sjálfsöryggi á sviði, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í ýmiskonar leiklistaræfingar og spuna og unnið að eflingu sjálfstrausts, gleði og jákvæðni. Að þessu sinni verður boðið upp á sjö leikhúsnámskeið fyrir aldurshópinn 7–14 ára (fædd 2011-2018).
Verð er 15.000 kr., innifalið er síðdegissnarl.
Skráningar í netfangið sumarnamskeid@leikfelagselfoss.is
Með skráningu þarf að fylgja:
•Nafn og kennitala nemanda
•Nafn og símanúmer forráðamanns
•Ef…