Helstu upplýsingar í tengslum við sumarfrístund á tímabililnu 10.júní-21.ágúst
Sumarfrístundarnámskeið Eldheima eru í boði í 6 vikur í sumar og er hver vika fyrir sig með visst þema.
- Fyrsta námskeiðið hefst þann 10. júní n.k. Hver vika verður skipulögð fyrir sig og mun plan fyrir komandi viku ávallt koma inn vikunni áður í tölvupósti til foreldra barna sem eru skráð svo hægt verði að sjá gróft plan á komandi viku.
- Það verður mikil útivera í sumar og er því mikilvægt fyrir foreldra og forráðamenn að skoða plan vikunnar svo börnin mæti ávallt með föt eftir veðri og sundföt þegar á því þarf að halda. Börnin þurfa að hafa með sér 3 skammta af nesti alla daga, morgunkaffi, hádegismat og einnig síðdegiskaffi.
- Í hverri viku er farið á flakk í alls kyns ferðir og ævintýri, föndrað, spilað, leikið og uppgötvað.
- Opnunartími verður sá sami og í fyrra, opið verður frá 9:00-16:15 alla virka daga, nema við lokum kl 14:00 á föstudögum
- .Verðið fyrir vikuna verður 14.000kr.
- Hægt verður að kaupa viðbótarstund frá kl:8.00-9.00 og mun það kosta 2700kr fyrir vikuna.
- Lokað verður í Eldheimum í sumar í 4 vikur en það verður frá 12. júlí-12.ágúst
Vika 1: Óvissuvika (10.-14.júní)
Vika 2: Vísindavika (17.-21.júní)
Vika 3: Ævintýravika (24.-28.júní)
Vika 4: Náttúruvika (1.-5.júlí)
Vika 5: Regnbogavika (8.-12.júlí)
Vika 6: Leikjavika (12.-21.ágúst)
Seinasta námskeiðið er í boði fyrir börn sem eru að fara í 2.bekk, 3.bekk og 4.bekk.