Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Eldheimum
Mars mánuður er kominn og farinn og var hann ansi rólegur hjá okkur.
Við föndruðum aðeins fyrir páskana og reyndum að fara út að leika í þau fáu skiptið sem veðrið hefur heillað krakkana nóg til að vilja fara út.
Í mars vorum við með eina kaffitímakosningu, þar sem krakkarnir geta valið á milli 3-4 bakkelsa til að hafa í kaffitíma á föstudegi. Í þetta skiptið var valið á milli ostaslaufu, kanilsnúða, kleinu eða pizzasnúða og báru kanilsnúðar hiklaust sigur úr býtum.
Við höldum áfram á fljúgandi siglingu að reyna að byggja upp klúbba og smiðjur sem Eldheimabúar hafa verið að biðja um en það getur reynst snúið að koma til móts við allar þær frábæru hugmyndir sem þau koma með.
Núna er alla vega hægt að segja að það sem er í boði þegar allt gengur upp er:
Mánudagar- Hreyfirými í Bifröst/Origami smiðja (breytilegt)
Þriðjudagar- Júdósalur
Miðvikudagur- Júdósalur/Danssalur í Vallaskóla/Pokémon klúbbur
Fimmtudagur- Textílklúbbur í textílstofu Bifrastar
Föstudagur- Tækjaklúbbur/ bakstur í heimilisfræðistofu/ Teiknimynd eða tölvuleikir eftir kaffitímann.
Við erum alltaf með það á bak við eyrað að bæta við útiveru, og þá sérstaklega núna þegar veðrið fer að hlýna :)
Atriði til að hafa í huga:
- Nú er stefnt á að opna fyrir skráningu í sumarfrístund um miðjan mánuð en þið munið að sjálfsögðu fá póst þegar nær dregur með það.
- 25.apríl er síðan sumardagurinn fyrsti og þá er lokað í frístund.
- Opnað hefur verið fyrir skráningu í frístund fyrir skólaárið 2024-2025 og sótt er um það inn á "mín Vala".