Fréttabréf desember 2023

Image
Fréttir úr starfi í desember 2023.

Desember hefur verið viðburðarríkur hjá okkur í Bjarkarbóli. Börnin hafa eytt miklum tíma í listasmiðjunni okkar þar sem þau hafa gert ýmis verkefni fyrir jólin.  

Næstu daga verður lengd viðvera vegna jólafrísins. Við leggjum mikið upp úr því að börnunum líði vel hjá okkur og geti valið eitthvað sem þeim þykir gaman að gera. Við verðum því með fjölbreytta dagskrá þar sem við bjóðum meðal annars upp á jólabíó, piparkökuskreytingar, jólakortagerð, listasmiðju, Just Dance og ýmis konar útiveru. Að gefnu tilefni viljum við ítreka að frístundabílnum er ekki ekið í jólafríinu frá 20.desember til 3. janúar. Ef börnin eiga að fara í tómstundir er mikilvægt að foreldrar/forráðamenn geri ráðstafanir varðandi þær. 

Í janúar ætlum við að fara af stað með verkefni sem tengist innleiðingu frístundalæsis. Þar ætlum við að leggja áherslu á samfélagslæsi og kynnast ólíkum samfélögum og mismunandi uppruna barnanna. Markmið okkar er að gera bakgrunn allra barna hjá okkur sýnilegri og ætlum við til dæmis að hengja upp fána og stafróf allra móðurlanda barnanna, kynna ólíkan mat fyrir börnunum og bjóða þeim að segja okkur frá sinni menningu.  

Við viljum minna ykkur á að uppfæra tómstundir barnanna í Völunni eftir áramót ef það verða breytingar á æfingartíma. Það er mikilvægt að við séum upplýst um allar breytingar og þurfa allar upplýsingar að koma frá foreldrum/forráðamönnum í gegnum Völu, tölvupóst eða símleiðis. Við tökum ekki við munnlegum skilaboðum frá börnunum. Einnig er mjög mikilvægt að skrá hvort börnin eigi að koma aftur til okkar eftir æfinguna eða ekki, svo starfsmenn geti fylgt þeim eftir og látið foreldra vita ef börnin skila sér ekki.  

Ef hafa þarf samband við okkur fyrir kl 13:10 er best að senda tölvupóst á bjarkarbol@arborg.is , en eftir það er öruggast að hringja í okkur ef erindið er áríðandi. 

Símanúmer 1. bekks er 480 1653 og svæðisstjórinn þar er Aníta. 

Símanúmer 2. bekks er 480 1654 og svæðisstjórinn þar er Rós. 

Símanúmer Sunnu forstöðukonu er 480 1651 og tölvupósturinn hennar er sunna.ottosdottir@arborg.is.  

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  

Submitted by anitaj on