Image
Samstarfsverkefni félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz og velferðarþjónustu Árborgar hlaut í gærkvöldi Íslensku menntaverðlaunin 2023 í flokknum framúrskarandi þróunarverkefni.
Félagsmiðstöðin Zelsíuz í samvinnu við velferðarþjónustu Árborgar hefur lyft grettistaki við að rjúfa félagslega einangrun barna og unglinga og stuðla að því að þeir verði virkir þátttakendur í félagsstarfi
Frá því að samstarfsverkefnið hófst árið 2016 hafa um 70% barna eða unglinga sem sótt hafa úrræðið skilað sér inn í frekara félagsstarf.
Verkefnið sýnir vel hvað þverfaglegt samstarf í anda nýrrar löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsæld barna er mikilvægt til að koma til móts við börn og unglinga, eins snemma og unnt er.
Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin fara til félagsmiðstöðvar og undirstrikar það mikilvægi félagsmiðstöðvarstarfs fyrir börn og unglinga
Gunnar E. Sigurbjörnsson, deildarstjóri frístundaþjónustu Árborgar og Arnar Helgi Magnússon, ráðgjafi hjá velferðarþjónustu Árborgar, tóku við verðlaununum úr hendi Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum