Forvarnardagur Árborgar

Image
Zelsíuz tók þátt í forvarnardegi Árborgar sem var haldinn miðvikudaginn 2. október.

Forvarnardagurinn var haldinn um land allt miðvikudaginn 2. október og að venju stóð forvarnarhópur Árborgar fyrir glæsilegri dagskrá á þessum degi. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Landlæknisembættið, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Bandalag íslenskra skáta.  

Öllum ungmennum í 9. bekk í Árborg var boðið uppá sameiginlega dagskrá sem var unninn í samstarfi við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES), Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Umf. Selfoss og félagsmiðstöðina Zelsíuz.  

Dagskráin hófst á Hótel Selfoss þar sem Ellý Tómasdóttir, forvarnarfulltrúi Árborgar ávarpaði ungmennin. Guðmundur Bjarni Brynjólfsson, íþróttamaður kom og hvatti ungmennin til að fara út fyrir þægindaramman og elta draumana sína.  

Í framhaldinu var öllum skipt upp í hópa þvert á skólana þar sem ungmennin fóru á milli stöðva og fengu fjölbreyttar kynningar og fyrirestra sem tengjast forvörnum á ýmsan hátt.  

Crossfit Selfoss, Björgunarfélag Árborgar og Píla voru með kynningar á sinni starfsemi. Fulltrúi frá sjúkraflutiningum hélt fyrirlestur sem fjallaði um áverka og afleiðingar af líkamlegu ofbeldi ásamt því átti samfélagslögreglan spjall við ungmennin og svaraði spurningum. Að lokum var félagsmiðstöðin Zelsíuz með verkefnavinnu um samskipti.  

Starfsfólk Zelsíuz þakkar kærlega fyrir daginn!  

Submitted by weronikaa on