Allar upplýsingar um tómstundir skráið þið inn á "nafnspjald" barnsins ykkar í Völu og bera foreldrar/forráðamenn ábyrgð á því að skráningar séu réttar. Þar setjið þið inn upphaf æfingar og við gerum svo ráð fyrir þeim tíma sem barn þarf til þess að komast á áfangastað með tilliti til æfingastaðar. Ef barnið á að nota frístundabílinn skal hakað við það. Einnig þurfum við að vera upplýst um það hvort að barnið kemur aftur til okkar eftir æfingu. Við fáum upplýsingar eingöngu frá ykkur foreldrum/forráðamönnum svo að ef forföll verða eða breyttur æfingatími verðið þið að upplýsa okkur um slíkt.
Ef barn er ekki skráð í tómstundir í Völu er það ekki sent í tómstundir.
Við mælum eindregið með því að þið komið og fylgið barninu ykkar fyrstu skiptin á æfingar til þess að kenna þeim leiðina :)
Ef einhverjar spurningar vakna hafið endilega samband.