Search

Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk Þá er komið að seinasta fréttabréfi þessa árs. Að þessu sinni ætla ég ekki að missa mig í lesefni fyrir ykkur heldur bjóða upp á skemmtilega myndasyrpu fyrir ykkur til að skoða með krökkunum ykkar. Mikið vonum við að jólin voru ykkur ánægjuleg með þeim sem ykkur þykir vænt um og að þið eigið dásamleg áramót. Myndirnar eru blanda af daglegri starfsemi, klúbbum og smiðjum en líka aðeins úr lengdri viðveru sem hefur verið núna frá 20.desember og verður til föstudagsins 30.desember og endar með bíóferð og sundi. Aldeilis góð…
Fjölbreyttar æfingar fyrir börn á aldrinum 9 - 12 ára. Æfingar henta bæði börnum sem eru stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt sem og þeim sem eru nú þegar með grunn. Lögð er mikil áhersla á líkamsvitund, styrk og þol. Einnig er lögð áhersla á liðleika og snerpu. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 14:30 - 15:20. Verð: 55.400 kr. (1. sept - 10. des). *hægt að dreifa greiðslum og nota frístundastyrk.
4 vikna námskeið þar sem áhersla er lögð á að auka styrk, samhæfingu og sprengikraft. Á sama tíma er hugað að því að efla sjálfstraust og líkamsvitund. Unnið er mest með stórar hreyfingar eins og hnébeygju, réttstöðulyftu, axlapressu ásamt ólympískum lyftingum. Á hverjum 4 vikum eru sérstaklega teknar fyrir 2 hreyfingar í einu og unnið markvisst að því að efla tækni og styrk í þeim hreyfingum. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:20 - 16:10. Verð: 14.900 kr. (4 vikur). *hægt að nota frístundastyrk.
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk og gleðilegt 2023! Þá er það fyrsta fréttabréf ársins. Vonandi höfðu allir það gott yfir hátíðarnar. Í janúar fórum við rólega af stað en erum þó auðvitað byrjuð aftur með smiðjur og klúbbastarfsemi. Þann 2.janúar var starfsdagur hjá starfsfólki Bifrastar ásamt öðrum frístundaheimilum, frístundaklúbbum og félagsmiðstöðinni. Þar sat starfsfólk skyndihjálparnámskeið og tók þátt í margskonar smiðjum til að læra nýjar og skemmtilegar leiðir til að efla starfið okkar hérna í Bifröst.Hluti af starfsmannahóp Bifrastar tók þátt í Hinu…
Vettvangsstarf félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz gekk afar vel í sumar. Starfsfólkið fór reglulega um bæinn á kvöldin og um helgar þar sem þau hittu fjölda ungmenna á ferðinni. Ungmennin tóku vel á móti starfsfólkinu og voru ánægð að sjá þau á ferðinni. Einnig var boðið uppá fjölbreytta dagskrá á kvöldin og viðveru á bæjarhátíðum í sveitarfélaginu, meðal annars á Kótelettunni og Sumar á Selfossi. Á hátíðunum var gott samstarf við barnavernd þar sem starfsfólkið var til staðar fyrir ungmennin með sérstakt athvarf á svæðinu. Markmið verkefnisins var að mæta ungmennum þar sem þau eru…
Frjálsíþróttaæfingar veturinn 2025-2026 Hópur 1: Fædd 2018 – 2020 (Verð fyrir allan veturinn er 77 000kr) Mánudaga kl. 16:30 – 17:30 í Selfosshöllinni Fimmtudaga kl 16:30 – 17:30 í Selfosshöllinni Þjálfari: Hildur Helga Einarsdóttir, s:868-1576. Æfingar hefjast 4.september Hópur 2: Fædd 2016 – 2017 (Verð fyrir allan veturinn er 91 000 kr) Mánudaga kl. 16:30 – 17:30 í Selfosshöllinni Miðvikudaga kl 16:30 – 17:30 í Selfosshöllinni Fimmtudaga kl 16:30-17:30 í Selfosshöllinni Þjálfari: Hildur Helga Einarsdóttir, s:868-1576. Æfingar hefjast 4.september . Hópur 3: Fædd 2014-2015 (Verð…
Í koparhópi æfa 7-10 ára iðkendur tvisvar sinnum í viku, mánudaga og miðvikudaga. Þjálfari: Guðbjörg Hrefna Bjarnadóttir. Í bronshópi æfa 10-12 ára þrisvar í viku, í silfurhópi æfa 12-14 ára fjórum sinnum í viku og í gullhópi æfa 14 ára og eldri allt að sex sinnum í viku. Þjálfari: Magnús Tryggvasson. Skráning á Abler