Sumarfrístund í Bjarkarbóli

Image
Nú styttist í sumrið og gott er að huga að skráningu á sumarnámskeið.

Opnað verður fyrir skráningu í Sumarfrístund fimmtudaginn 1. maí kl. 12:00

Sumarfrístund er opin 10.júní - 11. júlí. Sumarfrístund lokar svo í 4 vikur. Lokunin stendur frá 11.júlí og opnar aftur mánudaginn 11.ágúst. Þá verða námskeið í boði til 22. ágúst.

Athugið að fyrstu 5 vikurnar eru í boði fyrir börn fædd 2017 og 2018. Eftir sumarfrí eru námskeiðin í boði fyrir börn fædd 2016-2018. Aðlögunarnámskeið fyrir verðandi 1. bekk verður auglýst síðar.

Sumarfrístund er opin frá kl 9:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga, en á föstudögum lokar sumarfrístund kl. 14:00 vegna styttingu vinnuvikunnar og starfsmannafunda. Hægt er að greiða fyrir viðbótarstund frá kl 8:00 - 9:00.

Ekki er boðið upp á hressingu fyrir þátttakendur, því þarf að koma með 3 nesti fyrir hvern dag. Gott er að merkja nestið 1-2-3 svo börnin geri greinamun á morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu.

Fyrirkomulagið er þannig að börnin eru skráð hverja viku fyrir sig. Það er einungis hægt að skrá á 5 daga námskeið með vistun allan daginn, eða 4 daga námskeið með vistun allan daginn í þeim vikum sem lögbundnir frídagar falla á.

Fyrstu tvær vikurnar ásamt þeirri síðustu eru 4. daga námskeið vegna lögbundinna frídaga og Fræðsludags Árborgar.

Í sumarfrístund er ekki tekið tillit til æfingartíma annarra tómstunda/námskeiða.

Skráning á námskeið lokar á fimmtudegi í vikunni áður en námskeið hefst. Takmörkuð pláss eru í boði á námskeiðin og því geta myndast biðlistar. Við hvetjum ykkur því til að huga að skráningu sem fyrst :)

Viðbótarstund - 2.795kr –

5 daga námskeið - 14.490kr –

4 daga námskeið - 12.420kr -

Sótt er um í gegnum Völu á https://sumar.vala.is/#/login

Submitted by anitaj on