Frístundastyrkur

Sveitarfélagið Árborg veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5 - 17 ára, með lögheimili í Árborg, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Árið 2023 er styrkurinn 45.000 krónur á hvert barn.

Hagnýtt

Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu (til 31.desember) óháð fjölda greina/námskeiða. Markmið og tilgangur Frístundastyksins er að öll börn í Árborg, 5 - 17 ára, geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.

Öll ráðstöfun frístundastyrkja hjá Sveitarfélaginu Árborg er áfram rafræn í gegnum Mín ÁrborgHeimasíðu Árborgar hjá Nóra eða beint hjá viðkomandi frístundafélagi ef það hefur skráningarsíðu í gegnum Nóra.

Þetta kerfi sem unnið er í samstarfið við skráningarkerfið Nóra virkar því þannig að foreldrar geta nýtt frístundastyrkinn strax við skráningu barns í viðurkennda frístund. 

Starfsmenn í þjónustuveri Árborgar aðstoða eins og kostur er með upplýsingagjöf en einnig er hægt að senda tölvupóst á fristundastyrkur@arborg.is . 

Aðeins er hægt að nýta frístundastyrkinn hjá þeim félögum/fyrirtækjum sem eru aðilar að Frístundastyrkjakerfi Árborgar. Meginskilyrði þeirra aðila sem gerast aðilar að Frístundastyrk Árborgar er að starfsemin sé á forsendum uppeldislegra gilda og forvarna og fari fram undir stjórn/leiðsögn menntaðs fagaðila á sviði íþrótta og frístunda.

Ekki er heimilt að flytja styrkinn á milli ára.

Íþrótta- og frístundafélög utan Sveitarfélagsins Árborgar

Skráning á námskeið þarf að fara fram hjá viðkomandi félagi/fyrirtæki þar sem barnið stundar sitt frístundastarf. Athugið að ekki er hægt að ganga frá skráningu og greiðslu á öllum námskeiðum í gegnum Mín Árborg en þau félög sem eru ekki í Mín Árborg eru með eigin skráningarsíðu sem hægt er að fara beint inn á og ganga frá skráningu og greiðslu. Líkt og t.d. hjá félögum eins og Gerplu, Fylki o.fl. sem eru utan Árborgar.

  • Börn sem stunda frístundir utan Árborgar geta því nýtt sér frístundastyrkinn ef viðkomandi félag er samþykkt í frístundakerfi Árborgar
  • Hægt er að kaupa World Class kort í gegnum frístundakerfið og er það gert í gegnum skráningarkerfi World Class . Nánari upplýsingar hægt að fá í gegnum tölvupóst, arny@worldclass.is.

Sé íþrótta- og/eða frístundafélag ekki með skráningarkerfið Nóra er hægt að senda kvittun á fristundastyrkur@arborg.is og óska eftir endurgreiðslu frístundastyrks.

  • Ef einhver óvissa er um hvort hægt sé að nýta frístundastyrkinn skal hafa samband við Ellen Mjöll Magnúsdóttur Hlíðberg eða Gunnar E. Sigurbjörnsson í síma 480 1900 eða fristundastyrkur@arborg.is

Spyrningar og svör fyrir foreldra

Hverjir eiga rétt á frístundastyrk hjá Sveitarfélaginu Árborg?

Öll börn með lögheimili í Árborg á aldrinum 5 – 17 ára (miðast við fæðingarár)

Hversu hár er styrkurinn?

Frístundastyrkurinn er 45 þúsund og er forráðamönnum frjálst að ráðstafa honum í einni greiðslu í íþrótta og/eða frístundastarf, eða skipta niður.

Get ég flutt styrkinn yfir á næsta ár ef ég næ ekki að fullnýta hann í ár?

Nei það er óheimilt að flytja styrkinn á milli ára.

Ég er með lögheimili í Árborg, en barnið mitt er með skráð lögheimili hjá hinu foreldri sínu í öðru sveitafélagi, en býr hjá mér aðra hverja viku. Á ég þá ekki rétt á að nýta frístundastyrkinn fyrir barnið mitt?

Nei því miður. Það eru skýrar reglur að barnið sem er að nýta styrkinn sé með lögheimili í Árborg og miðast lögheimilisskráning við fjölskyldunúmer í Þjóðskrá.

Ef barnið mitt er hjá íþrótta-/frístundafélögunum sem hafa eigin skráningarsíðu – Hvernig sæki ég frístundastyrkinn þá?

Ferð inn á heimasíður íþrótta- og/eða frístundafélaganna og skráir barnið með hefðbundnum hætti. Í innskráningarferlinu getur þú hakað við nota frístundastyrk og klárar skráninguna og þar með ertu búin að ráðstafa styrknum að hluta eða að fullu, fer eftir hversu há gjöldin eru.

Getur íþróttafélagið/frístundafélagið skráð barnið mitt og notað þannig styrkinn?

Nei. Foreldrar/forráðamenn eru þeir einu sem mega og geta ráðstafað styrknum.

Ég er með lögheimili í Árborg en sé ekki að barnið sé skráð á mig í Íbúagáttinni – af hverju er það?

Einungis foreldrar og forráðamenn sem barnið er skráð með lögheimili hjá sjá barnið á sinni íbúagátt og geta þar af leiðandi fylgst með ráðstöfun frístundastyrks.

Hverjir geta ráðstafað frístundastyrk barnsins?

Foreldri/foreldrar/forráðamenn sem hafa sama lögheimili og barnið geta ráðstafað styrknum. Ef foreldrar eru ekki í sambúð, getur foreldrið sem hefur ekki lögheimili á sama stað og barnið, ráðstafað styrknum ef að íþróttafélagið/frístundafélagið hafi stofnað hitt foreldri sem forráðamann í kerfinu. Sömuleiðis getur frístundafélagið stofnað aðra nákomna ættingja sbr. ömmur og afa sem forráðamenn/greiðendur fyrir æfingagjöldunum inn í Nóra skráningarkerfinu. Til þess að skrá nýjan forráðamann þarf leyfi frá núverandi forráðamanna

Ég er ekki með íslykil eða rafræn skilríki. Hvernig get ég skráð mig inn í kerfið?

Þú verður að innskrá þig á íbúagáttina með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Ef að þú hefur týnt upplýsingunum um íslykil getur þú sótt um nýjan og fengið hann sendan í heimabankann þinn og varðandi rafræn skilríki er best að leita til þíns viðskiptabanka.

Af hverju þarf að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum?

Inn á íbúagáttinni eru persónulegar og fjárhagslegar upplýsingar um þig og fjölskyldu þína. Ákveðið var að notast við íslykilinn og rafræn skilríki til að gæta fyllsta öryggis við meðferð persónulegra
upplýsinga.

Barnið mitt stundar engar íþróttir né tekur þátt í frístundum. Get ég nýtt styrkinn í eitthvað annað eins og t.d. að kaupa reiðhjól eða annað sem hvetur barnið til hreyfingar?

Nei því miður. Frístundastyrkurinn er eingöngu ætlaður til niðurgreiðslu fyrir íþróttir, listir eða aðra frístundastarfsemi á vefum félaga og fyrirtækja. Hann er ekki hægt að nýta t.d. til kaupa á tækjum,
fatnaði eða ferðum.

Við höfum fest kaup á húsnæði í Árborg en flytjum ekki í bæjarfélagið fyrr en t.d. í maí á þessu ári. Eigum við rétt á frístundastyrk fyrir börnin okkar ef við höfum ekki átt heima í Árborg 1. janúar þess árs sem er flutt?

Já þið fáið fullan frístundastyrk fyrir árið sem þið flytjið í bæjarfélagið. Um leið og þið hafið breytt lögheimilinu ykkar, eigið þið rétt á frístundastyrknum fyrir börnin ykkar.

Ef íþrótt eða frístund er ekki í Nóra skráningarkerfinu eða ég hef nú þegar greitt fyrir námskeið get ég nýtt frístundastyrkinn eftirá?

Já þú getur nýtt frístundastyrkinn eftirá fyrir viðurkennda íþrótt eða frístund. Þá þarf að senda kvittun um greiðslu á fristundastyrkur@arborg.is. Umsókn er þá skráð í frístundakerfið og foreldri/forráðamaður staðfestir notkun á frístundastyrknum í gegnum Mín Árborg eða www.arborg.felog.is.