Frístundaakstur

Frístundabíllinn ekur alla  virka daga þar á meðal merkta frídaga í grunnskólum líkt og vetrarfrí eða starfsdaga og hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum og skóla í íþrótta- og frístundastarf innan sveitarfélagsins. Öll börn geta nýtt sér frístundabílinn og ekki er innheimt neitt gjald í bílinn.

Tímatafla

Vallaskóli - Brottför13:1013:3414:0714:4015:1115:41
IÐA/Selfossvöllur - Brottför14:4215:1315:43
Stekkjaskóli - Brottför13:4114:1414:4915:1915:50
Sunnulækjarskóli - Brottför13:1613:4714:1914:5515:2515:55
IÐA/Selfossvöllur - Brottför13:2113:5214:2415:30
Fossheiði/Crossfit - Brottför14:58
Tónlistarskóli - Brottför13:2313:5514:2714:5915:35
Húsasmiðjan - Brottför13:5814:3015:36
*Selfosskirkja (þriðjudögum)14:33
Sundhöll Selfoss - Komutími13:2714:0214:3715:0315:40
Selfoss Votmúlahringur - sveigjanleg stopp (veifa við afleggjara)16:02
Selfoss - Eyrarvegur (strætóstoppistöð við Aðalskoðun)16:17
Frístundabíllinn keyrir frá  04. september 2023 til og með 7. júní 2024  samkvæmt tímatöflu og er ekið alla virka daga þar á meðal merkta frídaga í grunnskólum líkt og vetrarfrí eða aðra starfsdaga. Ekki er þó ekið í jólafríinu frá 20. desember til 3. janúar og í páskafríinu frá og með 25. mars til 2. apríl 2024.

Frístundaakstur innan Sveitarfélagsins Árborgar heldur áfram skólaárið 2023 - 2024. Aksturskipulagið fyrir leið 2 milli Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakka og Tjarnarbyggðar er áfram hluti af Árborgarstrætó sem er innanbæjarstrætó innan Árborgar og leið 1 innan Selfoss er áfram keyrð í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson ehf. 

Það er enginn starfsmaður (utan bílstjóra) í frístundabílnum en foreldrar eru hvattir til að fara fyrstu ferðina með börnunum sínum til að kenna þeim á aðstæður.

Allar ábendingar um frístundaaksturinn eru vel þegnar en hægt er að senda þær ásamt fyrirspurnum á netfangið  gunnars@arborg.is  eða hafa samband í síma 480 1900 . 

Stoppistöðvar