Fréttabréf janúar 2023

Image
Fréttir frá starfi í janúar 2023

Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk og gleðilegt 2023!

Þá er það fyrsta fréttabréf ársins. Vonandi höfðu allir það gott yfir hátíðarnar. Í janúar fórum við rólega af stað en erum þó auðvitað byrjuð aftur með smiðjur og klúbbastarfsemi.

  • Þann 2.janúar var starfsdagur hjá starfsfólki Bifrastar ásamt öðrum frístundaheimilum, frístundaklúbbum og félagsmiðstöðinni. Þar sat starfsfólk skyndihjálparnámskeið og tók þátt í margskonar smiðjum til að læra nýjar og skemmtilegar leiðir til að efla starfið okkar hérna í Bifröst.
  • Hluti af starfsmannahóp Bifrastar tók þátt í Hinu árlega Softballmóti Selfoss í bolum sem krakkarnir skreyttu fyrir okkur 💗

(Ef einhver spyr þá unnum við alla leikina en ef einhver var þarna og veit betur þá allavega skemmtum við okkur mjög vel, sem er fyrir öllu 😁)

  • Vikuna 16.-22.janúar var Hinsegin vika í Árborg og krakkarnir ykkar voru þvílíkt öflug að skreyta allt hátt og lágt með starfsfólkinu hérna í Bifröst.
  • Við ákváðum að taka upp nýtt kaffitíma kerfi fyrir 1.-2.bekk og 3.-4.bekk, sem er hægt og rólega að komast í gang.

Núna er kaffitími í boði kl:14:30-15:00 og börnin geta komið á þeim tíma og borðað þegar þeim langar að fá sér mat. Með þessu móti er kaffistundin meira í líkingu við kaffihúsastemmingu með flæði, spjalli og kósýheitum.

Einn starfsmaður er þá með nafnalista og merkir við börnin þegar þau mæta í matsalinn.

Börnin fá sér það sem þeim langar að borða, ganga frá disk og glasi og geta síðan haldið áfram að leika sér.

Við erum með myndrænan matseðil fyrir hvern dag svo börnin geta kynnt sér hvað er í boði hverju sinni.

Á föstudögum er síðan bakarísval sem börnin fá tækifæri til að kjósa um. Þá erum við með formlegar kosningar á mánudegi og það bakkelsi sem fær flest atkvæði verður verslað inn fyrir föstudaginn og boðið upp á í kaffitímanum. Fyrsta óskin var að sjálfsögðu snúðar! :)

  • Krakkarnir hafa verið mjög spennt yfir því að hér í Bifröst hafa staðið yfir upptökur að kynningarmyndbandi fyrir Frístundalæsi. Þau hafa öll staðið sig til fyrirmyndar en að sjálfsögðu mjög forvitin um myndatökumanninn og hvort þau muni geta séð sig í sjónvarpinu eða í kvöldfréttatímanum.
  • Við í Bifröst auglýstum eftir bókum inn á gefins síðum og sölusíðum á facebook og þætti gífurlega vænt um, ef þið eigið barnabækur sem vantar nýtt heimili, að koma með þær til okkar.

Íslenskar bækur væru auðvitað velkomnar en við yrðum himinlifandi að fá bækur á ensku, pólsku, úkraínsku, fillipeysku og fleiri tungumálum sem endurspegla hvað við erum með fjölmenningarlegt frístundaheimili.

Að gefnu tilefni viljum við ítreka að ef barn á að fara heim með öðrum en foreldri/forráðamanni/fjölskyldumeðlimi þá verður að láta okkur vita, annað hvort með símtali eða tölvupósti.

Submitted by eva.bjork on