
4 vikna námskeið þar sem áhersla er lögð á að auka styrk, samhæfingu og sprengikraft. Á sama tíma er hugað að því að efla sjálfstraust og líkamsvitund.
Unnið er mest með stórar hreyfingar eins og hnébeygju, réttstöðulyftu, axlapressu ásamt ólympískum lyftingum. Á hverjum 4 vikum eru sérstaklega teknar fyrir 2 hreyfingar í einu og unnið markvisst að því að efla tækni og styrk í þeim hreyfingum.
Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:20 - 16:10.
Verð: 14.900 kr. (4 vikur).
*hægt að nota frístundastyrk.