Um Bifröst

Frístundaheimilið Bifröst er frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk í Vallaskóla sem hefur starfað síðan í september árið 1994.

Húsnæði Bifröst

Starfsemi

Starfsemi í Frístundaheimilinu Bifröst hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn.

Í Bifröst er dagsskrá byggð á svokölluðu valtöflukerfi þar sem börnin velja sjálf rými til þess að leika sér í tiltekinn tíma. Börnin fá að velja sér stöð eða smiðju tvisvar yfir daginn.

Sem hluti af uppbroti fyrir fjölbreytileika í starfi bjóðum við börnum sem skráð eru í frístund upp á spennandi dagsskrá, heimsókn á bókasafn Árborgar og Vallaskóla, leik í júdósal UMFS, baksturssmiðjur í heimilisfræðistofu Vallaskóla ásamt öðrum spennandi dagsskráarliðum sem eru síbreytilegir eftir áhuga og framboði.

Aðstaðan


Bifröst er staðsett við Tryggvagötu 23b. Það húsnæði skiptist upp í tíu mismunandi rými fyrir leik og starf, ásamt skrifstofum forstöðumanna, eldhúsi og fatahengi. Umhverfis húsnæðið er útisvæði með leikvelli sem er einnig nýtt í starfi

Í Bifröst er vegleg aðstaða undir leik og starf þar sem þáttakendum standa til boða fjölmörg svæði til þess að leika sér á.