Frístundabíllinn ekur alla virka daga þar á meðal merkta frídaga í grunnskólum líkt og vetrarfrí eða starfsdaga og hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum og skóla í íþrótta- og frístundastarf innan sveitarfélagsins. Öll börn geta nýtt sér frístundabílinn og ekki er innheimt neitt gjald í bílinn.
Tímatafla
Vallaskóli - Brottför | 13:10 | 13:34 | 14:07 | 14:40 | 15:11 | 15:41 |
IÐA/Selfossvöllur - Brottför | 14:42 | 15:13 | 15:43 | |||
Stekkjaskóli - Brottför | 13:41 | 14:14 | 14:49 | 15:19 | 15:50 | |
Sunnulækjarskóli - Brottför | 13:16 | 13:47 | 14:19 | 14:55 | 15:25 | 15:55 |
IÐA/Selfossvöllur - Brottför | 13:21 | 13:52 | 14:24 | 15:30 | ||
Fossheiði/Crossfit - Brottför | 14:58 | |||||
Tónlistarskóli - Brottför | 13:23 | 13:55 | 14:27 | 14:59 | 15:35 | |
Húsasmiðjan - Brottför | 13:58 | 14:30 | 15:36 | |||
*Selfosskirkja (þriðjudögum) | 14:33 | |||||
Sundhöll Selfoss - Komutími | 13:27 | 14:02 | 14:37 | 15:03 | 15:40 | |
Selfoss Votmúlahringur - sveigjanleg stopp (veifa við afleggjara) | 16:02 | |||||
Selfoss - Eyrarvegur (strætóstoppistöð við Aðalskoðun) | 16:17 |
Frístundaakstur innan Sveitarfélagsins Árborgar heldur áfram skólaárið 2023 - 2024. Aksturskipulagið fyrir leið 2 milli Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakka og Tjarnarbyggðar er áfram hluti af Árborgarstrætó sem er innanbæjarstrætó innan Árborgar og leið 1 innan Selfoss er áfram keyrð í samstarfi við Guðmund Tyrfingsson ehf.
Allar ábendingar um frístundaaksturinn eru vel þegnar en hægt er að senda þær ásamt fyrirspurnum á netfangið gunnars@arborg.is eða hafa samband í síma 480 1900 .