Search
Starfið í Eldheimum er á fleygiferð þessa dagana og börnin hafa komið með margar góðar hugmyndir um klúbba og smiðjur sem þau myndu vilja hafa með í starfinu.Nýlega fór af stað tækjaklúbbur þar sem börnin hafa fengið að taka í sundur ýmiskonar tæki og tól og skoða hvað inni í þeim býr. Þá höfum við einnig verið með textílklúbb þar sem við höfum föndrað ýmislegt, bakstursklúbb þar sem við höfum farið í heimilisfræðistofuna í Vallaskóla til að búa til góðgæti, fótboltaspilaklúbb þar sem börnin hafa komið með uppáhaldsfótboltaspilin sín og einnig höfum við verið dugleg að bjóða börnunum…
Föstudaginn 22. nóvember hélt Zelsíuz ball í Hvíta húsinu á Selfossi fyrir allar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi. Mikil tilhlökkun var meðal unglingana fyrir ballinu, sem hefur verið einn vinæslasti og fjölmennasti viðburður Zelsíuz á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkti meðal unglinganna fyrir viðburðinum og alls mættu um 400 manns til að taka þátt í gleðinni.
Z-ráðið sá um að velja tónlistaratriðin og voru það Birnir, Flóni og Dj nanflausir sem héldu uppi stemningunni allt kvöldið. Unglingarnir voru til fyrirmyndar og nutu kvöldsins í öruggu og ánægjulegu umhverfi.
Við…
Nóvember var mjög skemmtilegur hjá okkur og við erum byrjuð að undirbúa jólin á fullu. Börnin eru byrjuð að perla og lita alls konar jólalegt og við keyrum svo jólastemninguna á fullt í desember.
Föstudagskaffi
Þann 22. nóvember kusu börnin um föstudagskaffi og varð niðurstaðan að hafa kringlur og kakó í föstudagskaffinu 29. Nóvember. Það sló heldur betur í gegn og var gaman að sjá hvað börnin voru spennt fyrir kaffinu sem þau völdu. Næsta föstudagskaffi verður hins vegar ekki á föstudegi, en við höfum það fimmtudaginn 19. desember þar sem það er seinasti…
13. desember - rauður dagur í Bjarkarbóli
16. og 17. desember - brjóstsykursgerð
18. desember - Jólagluggi opnar
19. desember - opið hús frá kl 14:30-16:00
20. og 23 desember og 2. janúar - lengd viðvera
3. janúar - starfsdagur
Hittast á miðvikudögum í Ásgeirsbúð frá klukkan 14:00-16:00
Nýi prjónaklúbburinn okkar er fyrir alla
Byrjendur sem og lengra komna Sem langar að hittast Spjalla Fá ráð eða aðstoð og deila hugmyndum!
Alla mánudaga kl. 19:30 - 21:30 í Pakkhúsinu
Hlökkum til að sjá þig!
Í desember var mikið skemmtilegt um að vera hjá okkur í Bjarkarbóli. Við föndruðum mikið og skreyttum frístundaheimilið með listaverkum barnanna.
Brjóstsykursgerð
Við buðum upp á brjóstsykursgerð þar sem krakkarnir bjuggu til jarðaberja brjóstsykur.
Jólagluggi
Við vorum með jólagluggann þann 18. desember og stafurinn okkar var N. Við ákváðum því að þemað yrði Norðurpóllinn og börnin hjálpuðu okkur að perla ýmislegt tengt honum.
Opið hús
Þann 19. desember var opið hús hjá okkur þar sem foreldrar og aðrir ættingjar máttu kíkja í heimsókn til okkar og taka þátt…
Vika6 er sjötta vika hvers árs. Í þeirri viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Leikskólum, frístundaheimilum og öðrum sveitarfélögum er hjartanlega velkomið að taka þátt í Viku6 eftir því sem á við og hentar hverjum og einum.
Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir Viku6 en unglingar borgarinnar kjósa þema á hverju ári. Unnið er út frá hugmyndum um alhliða kynfræðslu. Þemað að þessu sinni er líkaminn og kynfærin.
Það er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í Zelsíuz í vikunni sem samanstendur…
Daglegt starf og smiðjur
Við gerðum alls konar skemmtilegt í janúar, meðal annars gerðum við armbönd, perluðum, spiluðum, lásum bækur og fórum í Just Dance.
Við erum svo heppin að næstu 6 vikur verður hjá okkur sjálfboðaliði frá Þýskalandi sem ætlar að vera með sögugerðarsmiðju fyrir börnin. Þar fá þau að búa til sögu, myndskreyta hana og að lokum fá allir eintak af henni.
HM smiðja
Það var mikil stemning hjá okkur fyrir heimsmeistaramóti karla í handbolta og við vorum dugleg að föndra íslenska fána og lita handboltamyndir. Því miður voru engir…
Ráðherra fékk innsýn í fjölbreytt verkefni og framtíðarsýn sem miða að því að auka velferð barna og ungmenna
Í fjölbrautaskóla Suðurlands fékk ráðherra góðar móttökur frá Soffíu Sveinsdóttur skólameistara, ásamt Sigursveini Sigurðssyni aðstoðarskólameistara og fulltrúum nemendafélagsins. Þar var starfsemi skólans kynnt ásamt því að hitta nemendur og starfsfólk.
Heimsóknin hélt áfram í félagsmiðstöðina Zelsíuz þar sem Bragi Bjarnason bæjarstjóri, ásamt Heiðu Ösp Kristjánsdóttur sviðstjóra fjölskyldusviðs, Gunnari E. Sigurbjörnssyni, deildarstjóra frístundarþjónustu og fleiri…