Search

Handknattleiksdeildin heldur úti æfingum fyrir alla aldursflokka frá 2ja ára.  Öllum velkomið að koma og prófa æfingu.Handboltaskóli 2-4 ára er kenndur á Þriðjudögum kl 16.45 í Set höllinni (Iðu)Skráning fer fram á abler (á haustin) og á handbolti@umfs.is þegar iðkandi hefur æfingar á miðju tímabili.
Starfsdagur 24. mars Það verður lokað hjá okkur mánudaginn 24. mars vegna starfsdags. Bókagerð Nú erum við með sjálfboðaliða frá Þýskalandi hjá okkur sem hefur verið með bókagerð í boði fyrir börnin. Hún byrjaði að búa til bók með 2. bekk en hún heitir "Dagur í sjónum" og fjallar um Aron kafara sem lendir í ýmsum ævintýrum í sjónum. Bókin er samin og myndskreytt af krökkunum í 2. bekk og nú ættu þau öll að hafa fengið eintak með sér heim. Nú er hún byrjuð að semja smásögur með 1. bekk og verður gaman að sýna ykkur lokaútkomuna í næsta fréttabréfi.…
Zelsíuz er með takmarkaðan miðafjölda á USSS og fór úthlutun miða fram eftir mætingu og hegðun í félagsmiðstöðinni. Ungmenni sem sóttu um miða en eru ekki á listanum hafa verið sett á biðlista og við munum hafa samband ef pláss losnar. Öll sem fengu miða á USSS þurfa að sækja leyfisbréf í Zelsíuz. Til að koma með á USSS þarf að skila inn leyfisbréfi og 4.500 krónum eigi síðar en fimmtudaginn 13.mars. Miðaverð er 4500kr, innifalið í því er rúta og miði á söngkeppni og ball. Aníta Sif Víðisdóttir Indíana Lucyna Szafranowicz  adam logi arnarsson Alicja Anna…
Það er mikið af hæfileikaríku ungu fólki sem við eigum í Árborg og voru fimm atriði sem tóku þátt í Samzel söngkeppni Zelsíuz föstudaginn 7. mars. Hljómsveitin Drullumall með Ingólfi, Ragnari og Elmari tók lagið Basket Case eftir Green Gate. Ása Guðrún söng lagið Promise eftir Laufey. Hugrún Hadda söng lagið The Joke eftir Brandi Carlile. Rannveig og Hrefna söngu lagið Án Þín eftir Bubba og Katrínu Halldóru. Strákarnir Jon Bony eða Jón Reynir, Hafberg og Sveinn Atli voru með frumsamið lag ¨Vilja Vita¨. Örn, Jóhanna Vinsý, Klara og Karolina voru kynnar kvöldsins og stóðu…
Föstudaginn 26. janúar fór danskeppni Samfés fram í Garðalundi í Garðaskóla. Keppendur komu frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu og kepptu bæði í einstaklings- og hópakeppni fyrir tvo aldurshópa: 10 – 12 ára og 13 ára +. Í keppninni tóku þátt meira en 30 hópar og einstaklingar frá yfir 20 félagsmiðstöðvum. Fyrir hönd Zelsíuz tók Alexandra Edda og Jenný Arna þátt í hópakeppni 13+. Þær fluttu glæsilegt atriði sem þær lögðu mikla vinnu í og tryggðu sér 2. sætið með frábærri frammistöðu. Við erum ótrúlega stolt af þeim og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!
Undankeppni Söngkeppni Samfés á Suðurlandi, USSS fór fram síðastliðinn föstudag, 14. mars og var stemningin rafmögnuð þegar ungir og hæfileikaríkir keppendur stigu á svið. Fyrir hönd Zelsíuz tók Hugrún Hadda þátt með lagið Is It True, sem Jóhanna Guðrún gerði frægt í Eurovision árið 2009. Með mögnuðum flutningi sínum heillaði Hugrún dómnefnd og áhorfendur og tryggði sér farseðil í sjálfa Söngkeppni Samfés, sem fer fram í Laugardalshöll þann 3. maí. Þar mun hún keppa á meðal hæfileikaríkra ungmenna frá öllum landshornum, en keppnin verður einnig sýnd í beinni útsendingu á RÚV.…
Við bjóðum upp á dans- og leikjanámskeið annars vegar og hinsvegar stutt þriggja vikna seinnipartsnámskeið 2x í viku. Í júní bjóðum við upp á dans- og leikjanámskeið fyrir 7-9 ára og 10-12 ára. Hvert námskeið er byggt upp eftirfarandi: - 1x60 mínútna jazzballetttíma - Stutt pása á milli - 1x30 mínútna leikjatíma þar sem unnið er með leiklistarleiki í bland við aðra hefðbundnari leiki - Stutt pása á milli - 1x60 mínútna Söngur og dans / Skapandi dans (fer eftir námskeiðum) Þriggja vikna sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 4-13 ára þar sem allir eru velkomnir sama hvort þeir hafi æft dans áður…
Hægt er að kaupa heilt námskeið, 10 skipti eða 5 skipti. Hlökkum til að sjá ykkur!
Forstöðukona Hóla: Erla Björk Tryggvadóttir erlabt@arborg.is Frístundaheimilið Hólar er frístundaheimili fyrir börn í 1. og 2. bekk í Sunnulækjarskóla sem hóf starfsemi sína þann 15. febrúar 2008. Hólar eru með aðstöðu sína í austurvæng Sunnulækjarskóla. Valsvæði Hólar Lesa meira Flýtileiðir Gjaldskrá Almennar upplýsingar
Frístundaheimilið Bifröst er frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk í Vallaskóla sem hefur starfað síðan í september árið 1994. Bifröst hefur aðstöðu í tveimur húsnæðum, annars vegar við Tryggvagötu 23b (Bifröst) undir starf 1.- og 2. bekkjar, og hinsvegar í Útistofu 1 í Vallaskóla við Sólvelli 2 (Ásgarður) þar sem starf 3.- og 4. bekkjar fer fram. Starfsemi Starfsemi í Frístundaheimilinu Bifröst hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn. Í Bifröst er dagsskrá byggð á svokölluðu valtöflukerfi þar sem börnin…