Fréttasafn

Image
Danskeppni Samfés
Alexandra Edda og Jenný Arna tóku þátt í danskeppni Samfés.

Föstudaginn 26. janúar fór danskeppni Samfés fram í Garðalundi í Garðaskóla. Keppendur komu frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu og kepptu bæði í einstaklings- og hópakeppni fyrir tvo aldurshópa: 10 – 12 ára og 13 ára +. Í keppninni tóku þátt meira en 30 hópar og einstaklingar frá yfir 20 félagsmiðstöðvum.

Fyrir hönd Zelsíuz tók Alexandra Edda og Jenný Arna þátt í hópakeppni 13+. Þær fluttu glæsilegt atriði sem þær lögðu mikla vinnu í og tryggðu sér 2. sætið með frábærri frammistöðu. Við erum ótrúlega stolt af þeim og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn!