Fréttasafn

Image
SamFestingurinn 2024 - Nafnalisti
Nafnalisti yfir þau ungmenni sem fá miða á SamFestinginn 2024.

Zelsíuz fékk takmarkaðan miðafjölda og fór úthlutun fram eftir mætingu og hegðun í félagsmiðstöðinni. Stjórn Samfés hefur tekið ákvörðum um að þau sem hafa verið með ofbeldismál í vetur eða í fyrra (t.d vopnaburður, hatursorðræða, hótanir, ofbeldi, agabrot og/eða lögbrot) fá ekki miða á SamFestinginn í ár. Þessi ákvörðun er tekin með það að leiðarljósi að tryggja öryggi fyrir öll sem sækja viðburðinn.

Öll sem fengu miða á SamFestinginn þurfa að sækja leyfisbréf í Zelsíuz, hægt er að koma á kvöldvakt mánudaginn 15. apríl. Hægt er að borga og skila leyfisbréfi í síðasta lagi mánudaginn 29. apríl. Miðaverð er 7500kr, innifalið í því er rúta og miði á ballið.

Öll ungmenni sem ætla að fara á SamFestinginn þurfa að sitja ¨Sjúk ást¨ fræðslu sem fjallar um jafnvægi í samskiptum. Fræðslan fer fram mánudaginn 29. apríl í Zelsíuz og þriðjudaginn 30. apríl á Stokkseyri,