Fréttasafn

Image
Vika6 í Zelsíuz
Vikuna 5.-9.febrúar er vika6.

Vika6 er sjötta vika hvers árs. Í þeirri viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Leikskólum, frístundaheimilum og öðrum sveitarfélögum er hjartanlega velkomið að taka þátt í Viku6 eftir því sem á við og hentar hverjum og einum. 

Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir Viku6 en unglingar borgarinnar kjósa þema á hverju ári. Unnið er útfrá hugmyndum um alhliða kynfræðslu. Þemað í ár er samskipti og smabönd. Það er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í Zelsíuz í vikunni. Kynfræðsla, tabú, viku 6 kahoot og kynfæra möffinsskreytingar. Öll velkomin að kíkja við í Zelsíuz!