Fréttasafn

Image
Fréttabréf desember 2022
Fréttir úr starfi í desember 2022

Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4. bekk

Þá er komið að seinasta fréttabréfi þessa árs.

Að þessu sinni ætla ég ekki að missa mig í lesefni fyrir ykkur heldur bjóða upp á skemmtilega myndasyrpu fyrir ykkur til að skoða með krökkunum ykkar.

Mikið vonum við að jólin voru ykkur ánægjuleg með þeim sem ykkur þykir vænt um og að þið eigið dásamleg áramót.

Myndirnar eru blanda af daglegri starfsemi, klúbbum og smiðjum en líka aðeins úr lengdri viðveru sem hefur verið núna frá 20.desember og verður til föstudagsins 30.desember og endar með bíóferð og sundi. Aldeilis góð leið að enda árið þótt við segjum sjálf frá :)

Að lokum vil ég minna á að Frístundaheimilið Bifröst verður lokað 2.janúar vegna starfsdags starfsmanna