Fréttasafn

Image
Ball í Hvíta Húsinu
Ball í Hvíta Húsinu var haldið föstudaginn 22. nóvember síðastliðinn.

Föstudaginn 22. nóvember hélt Zelsíuz ball í Hvíta húsinu á Selfossi fyrir allar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi. Mikil tilhlökkun var meðal unglingana fyrir ballinu, sem hefur verið einn vinæslasti og fjölmennasti viðburður Zelsíuz á undanförnum árum. Mikil eftirvænting ríkti meðal unglinganna fyrir viðburðinum og alls mættu um 400 manns til að taka þátt í gleðinni.

Z-ráðið sá um að velja tónlistaratriðin og voru það Birnir, Flóni og Dj nanflausir sem héldu uppi stemningunni allt kvöldið. Unglingarnir voru til fyrirmyndar og nutu kvöldsins í öruggu og ánægjulegu umhverfi.

Við þökkum öllum fyrir komuna og hlökkum til næsta árs!

Hér er hægt að finna allar myndirnar frá ballinu: https://photos.app.goo.gl/AGCXsrscLH1G2Ygw8