Starfið í Eldheimum er á fleygiferð þessa dagana og börnin hafa komið með margar góðar hugmyndir um klúbba og smiðjur sem þau myndu vilja hafa með í starfinu.
Nýlega fór af stað tækjaklúbbur þar sem börnin hafa fengið að taka í sundur ýmiskonar tæki og tól og skoða hvað inni í þeim býr. Þá höfum við einnig verið með textílklúbb þar sem við höfum föndrað ýmislegt, bakstursklúbb þar sem við höfum farið í heimilisfræðistofuna í Vallaskóla til að búa til góðgæti, fótboltaspilaklúbb þar sem börnin hafa komið með uppáhaldsfótboltaspilin sín og einnig höfum við verið dugleg að bjóða börnunum upp á að fara á Eikatún í fótbolta þar sem keppnisandinn ræður ríkjum.
Fréttasafn
Image
Klúbbar og smiðjur í Eldheimum