Fréttasafn

Image
Fréttabréf september 2022
Fréttir frá september 2022

Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk

Nú er komið að fyrsta fréttabréfinu okkar á þessu skólaári og það gleður okkur mikið.

Okkur þótti mjög leiðinlegt að geta ekki tekið inn alla krakkana til okkar um leið og skóli hófst en vegna manneklu gekk það því miður ekki upp.

Samhliða því sem við lögðumst yfir það að finna frábært starfsfólk til að bætast við nú þegar öflugan starfsmannahóp vorum við einnig að vinna í að semja við skólann um afnot að nýrri aðstöðu fyrir stóru krakkana í 3.-4.bekk.

Þann 19.ágúst fengum við síðan stofuna Ú1 í Vallaskóla sem var líka sami dagur og við tókum inn 3.-4.bekk.

Við höfum verið að vinna í því að koma starfinu á fulla ferð aftur og að gera nýja heimarýmið fyrir 3.-4.bekk sem allra flottast.

Krakkarnir munu að sjálfsögðu samnýta Bifröst með yngri krökkunum en munu einnig skella sér í júdósalinu, að baka og margt fleira sem mun hefjast þegar líða tekur á haustið