Fréttasafn

Image
Október fréttabréf 2022
Fréttir úr októbermánuði 2022

Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk

Nú er komið að fréttabréfi fyrir október mánuð.

Þessi mánuður snérist að miklu að Hrekkjavökutengdum hlutum en að sjálfsögðu var fleira gert. Við starfsmenn settum upp hugmynd að vikuplani varðandi klúbba og hringekjur og það mjakast allt í rétta átt með aðstoð krakkanna.

Undirrituð og svæðisstjóri hjá 3.-4. bekk fóru í stóra verslunarferð til að halda áfram að gera útistofuna nógu flotta fyrir stóru krakkana í 3.-4.bekk. Útistofan hefur nú fengið nafnið Ásgarður sem samsvarar sér vel við Bifröst.

Krakkarnir í Bifröst og Ásgarði fara núna 1x í viku í Sandvíkursalinn að hafa gaman, baka reglulega og föndra, lita, spila, leika og perla eins og þau lystir.

Starfsmaður hjá okkur kom með kareoke græjur sem krakkarnir alveg elskuðu, við prufuðum slökun með börnunum, fórum nokrum sinnum í "Bannað að snerta gólf" (the floor is lava) og erum markvisst að halda áfram að vinna með vin okkar Blæ.

Við erum dugleg að hafa útiveru sem val en það gengur aftur á móti erfiðlega að ná myndum af þeim þar :)

Við erum mjög þakklát fyrir hversu margir komu og kíktu á opið hús hjá okkur og að sjálfsögðu eruð þið alltaf velkomin í heimsókn til okkar að skoða hvað börnin ykkar eru að hafa fyrir stafni.

Í lengdri viðveru var mikið brallað. Á mánudeginum mátti sjá alls kyns kynjaverur þegar bæði starfsmenn og börn mættu í búningum. Við fórum í íþróttasalinn þar sem þau fengu að hafa slökkt ljós, diskóljós og tónlist sem var mikið fjör.

Í hádeginu fengu þau pizzu að borða og eftir það var frjálst val en líka í boði að horfa á Hrekkjavökumynd með poppi.

Starfsmaður hjá okkur bjó til sykurhúðuð epli sem fór misvel í börnin en aftur á móti rann kakan sem var bökuð fyrir kaffitímann mjög vel niður hjá öllum.

Á þriðjudeginum vorum við með frjálsan leik, útiveru og slímgerð fyrir hádegi. Í hádegismat var síðan útbúið grænmetisbuff með kartöflubátum, tzatziki sósu, heitri sósu og salat fyrir börnin svo þau hefðu næga orku í ratleik sem var eftir hádegi.