
Leikfélag Selfoss verður að venju með námskeið fyrir börn og unglinga í leiklist. Unnið verður með framkomu, tjáningu, sjálfsöryggi á sviði, samvinnu og almenna jákvæðni í garð leiklistar. Farið verður í ýmiskonar leiklistaræfingar og spuna og unnið að eflingu sjálfstrausts, gleði og jákvæðni. Að þessu sinni verður boðið upp á sjö leikhúsnámskeið fyrir aldurshópinn 7–14 ára (fædd 2011-2018).
Verð er 15.000 kr., innifalið er síðdegissnarl.
Skráningar í netfangið sumarnamskeid@leikfelagselfoss.is
Með skráningu þarf að fylgja:
•Nafn og kennitala nemanda
•Nafn og símanúmer forráðamanns
•Ef viðkomandi er með eitthvað ofnæmi er gott að taka það fram
Námskeiðin verða eftirfarandi vikur:
Vikuna 10. júní – 13. júní kl. 10:00-15:00 þriðjudag til föstudags. Námskeiði lýkur með sýningu fyrir aðstandendur kl. 14:00 þann 13. júní.
Vikuna 16. júní – 20. júní kl. 10:00 – 15:00, mánudag til föstudags, frí 17. júní. Námskeiði lýkur með sýningu fyrir aðstandendur kl. 14:00 þann 20. júní.
Vikuna 23. júní – 27. júní kl. 10:00 – 14:00, mánudag til föstudags. Námskeiði lýkur með sýningu fyrir aðstandendur kl. 13:00 þann 27. júní.
Vikuna 30. júní – 4. júlí kl. 12:00 – 16:00, mánudag til föstudags. Námskeiði lýkur með sýningu fyrir aðstandendur kl. 15:00 þann 4. júlí.
Vikuna 28. júlí – 01. ágúst kl. 10:00 – 14:00, mánudag til föstudags. Námskeiði lýkur með sýningu fyrir aðstandendur kl. 13:00 föstudaginn 1. ágúst.
Vikuna 05. ágúst – 08. ágúst kl. 10:00 – 15:00, þriðjudag til föstudags. Námskeiði lýkur með sýningu fyrir aðstandendur kl. 14:00 þann 8. ágúst.
Vikuna 11. ágúst – 16. ágúst kl. 12:00 – 16:00, þriðjudag til föstudags. Námskeiði lýkur með sýningu fyrir aðstandendur kl. 15:00 þann 16. ágúst.
Leiðbeinendur á námskeiðunum eru Sigríður Hafsteinsdóttir, Guðný Lára Gunnarsdóttir, Kristbjörg Sigtryggsdóttir og Iða Ósk.