Almennar upplýsingar

Starfsemi

Selurinn er opinn á mánudögum og fimmtudögum frá kl 17:00-18:30.

Selurinn er ætlaður fólki með fötlun á suðurlandi og þurfa notendur að hafa náð 16 ára aldri. Dagskrá er unnin í samstarfi við notendur og er gefin út mánaðarlega. Ásamt dagskránni eru ýmsir viðburðir eru á dagskrá yfir árið eins og jeppaferð, jólahátíð o.fl.

Markmið Selsins er að efla félagsfærni og stuðla að virkni í félagsstarfinu sem og á eigin frítíma. Áhersla er lögð á að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir notendur til að taka þátt í öflugu félagsmiðstöðvarstarfi.

Aðstaðan

Selurinn er staðsettur á Austurvegi 2a í Félagsmiðstöðinni Zelsíuz og er gengið inn að neðan. Í félagsmiðstöðinni er bíósalur, playstation 5, píla, billjarð, borðtennis og margt fleira skemmtilegt sem stendur til boða.

Umsókn

Notendur með lögheimili í Sveitarfélaginu Árborg er frjálst að mæta í Selinn. Umsóknir fyrir aðila utan Sveitarfélagsins fara fram í tölvupósti forstöðumanns alexander.freyr@arborg.is.